Umhverfis- og mannvirkjaráð

74. fundur 06. mars 2020 kl. 08:15 - 11:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Glerárdalur - leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í fólkvanginum

Málsnúmer 2016120037Vakta málsnúmer

Gögn frá Bergmönnum ehf. kynnt fyrir ráðinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

2.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Arnar Birgir Ólafsson frá Teiknistofu Norðurlands kom og kynnti drög að stígaskipulagi fyrir Akureyrarbæ.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunardeildar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

3.Samþykkt um kattahald - endurskoðun

Málsnúmer 2020030035Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. mars 2020 varðandi endurskoðun á Samþykkt um kattahald hjá Akureyrarbæ.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

4.Lystigarður - möguleg gjaldtaka

Málsnúmer 2020030036Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. mars 2020 varðandi mögulega gjaldtöku í Lystigarðinum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að setja upp rafræna gjaldtöku á salerni í Lystigarðinum. Nú eru söfnunarbaukar fyrir valfrjáls framlög við innganga Lystigarðsins og samþykkir ráðið að settur verði upp rafrænn greiðslubúnaður fyrir valfrjáls framlög í garðinum.

5.Loftgæði á Akureyri

Málsnúmer 2020020475Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 20. febrúar sl. vísað 7. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 13. febrúar til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunarmála, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendinguna og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Plastnotkun

Málsnúmer 2020020469Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 20. febrúar sl. vísað 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 13. febrúar til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunarmála, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendinguna og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

7.Mýrarvegur 111-117 - snjómokstri áfátt

Málsnúmer 2020020461Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 20. febrúar sl. vísað 1. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 13. febrúar til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunarmála, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendinguna og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

8.Krossanesbraut - vantar göngu- og hjólastíg út að TDK

Málsnúmer 2020020466Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 20. febrúar sl. vísað 3. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 13. febrúar til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunarmála, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendinguna og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

9.Umferðarljós á horni Glerárgötu og Gránufélagsgötu

Málsnúmer 2020020471Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 20. febrúar sl. vísað 5. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 13. febrúar til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunarmála, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendinguna og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

10.Götusópur - útboð

Málsnúmer 2020030082Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. mars 2020 varðandi útboð á fyrirhuguðum kaupum á götusóp.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunarmála, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út kaup á nýjum götusóp.

11.Ráðhús - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2019010044Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 6. mars 2020 varðandi stöðu framkvæmda á 1. hæð ráðhússins.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

12.Lundarskóli - þak

Málsnúmer 2020020505Vakta málsnúmer

Tekin fyrir þörf á viðhaldi á þaki Lundarskóli.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út viðhald á þaki b-álmu Lundarskóla.

13.Iðavellir - girðing

Málsnúmer 2020030108Vakta málsnúmer

Lögð fyrir niðurstaða útboðs vegna girðingar við Iðavelli.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði frá Ljánum ehf. sem átti næst lægsta boð eftir að lægstbjóðandi dró tilboð sitt til baka.

14.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 18. febrúar 2020 varðandi mögulega gjaldtöku á bílastæðum.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera tillögur að áætlun um innleiðingu gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar og meta kosti og galla við slíkt fyrirkomulag í samráði við skipulagssvið.

15.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 5. mars 2020 varðandi kostnaðaráætlun við byggingu húsnæðis fyrir siglingaklúbbinn Nökkva.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til bæjarráðs.

16.Búnaðarkaup UMSA 2020

Málsnúmer 2020020503Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni dagsett 19. febrúar 2020 frá fræðsluráði um fjármagn til búnaðarkaupa.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni fræðsluráðs að upphæð kr. 30 milljónir til búnaðarkaupa.

17.UMSA - viðaukar 2020

Málsnúmer 2020030080Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir viðauki vegna fjármagns til uppbyggingar í Hrísey og Grímsey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir viðauka þess efnis að færa kr. 15 milljónir frá framkvæmdaáætlun yfir á rekstraráætlun vegna fjármagns til uppbyggingar í Hrísey og Grímsey.

Fundi slitið - kl. 11:15.