Skipulagsráð

322. fundur 11. september 2019 kl. 08:00 - 11:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

Formaður ráðsins bar upp þá ósk að taka inn á dagskrá mál nr. 3, Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Starfsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019050540Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að starfsáætlun og vísar henni til bæjarráðs.

Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Í samræmi við beiðnir óshólmanefndar feli bæjarstjórn sviðsstjóra skipulagssviðs að undirbúa skipulagsvinnu fyrir deiliskipulag sem gilda á fyrir friðlandið í óshólmum Eyjafjarðarár í samvinnu við skipulagsyfirvöld Eyjafjarðarsveitar.

2.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019070177Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun og vísar henni til bæjarráðs.

3.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna breytingar á stefnu aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Tekið til umræðu.

4.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að endurskoðun á stígakerfi í aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Umræður. Skipulagsráð frestar málinu milli funda.

5.Austursíða 2 - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2019030021Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Ingólfs F. Guðmundssonar hjá Kollgátu dagsett 15. júlí 2019, f.h. Reita - iðnaðar, kt. 530117-0570, þar sem óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar Austursíðu 2 verði breytt úr athafnasvæði í íbúðasvæði og að samhliða verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Ingólfur kynnti erindið en Andri Þór Arinbjarnarson og Halldór Jensson frá Reitum - iðnaði sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar gestunum fyrir kynninguna.

Frestað.

6.Strætó - jöfnunarstoppistöð

Málsnúmer 2019020236Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð vinnuhóps um framtíðarstaðsetningu miðbæjarbiðstöðvar SVA.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að tryggja að greinargerðin verði tekin til umfjöllunar í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar sem ráðgert er að fara í á næstu mánuðum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson D-lista og Orri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Við óskum eftir að tekin verði ákvörðun sem fyrst um framtíðarstaðsetningu miðbæjarbiðstöðvar svo hægt sé að úthluta lóðinni Hofsbót 2 og hefja uppbyggingu í miðbæ Akureyrar.

7.Ásatún - erindi til skipulagsráðs vegna hraðaksturs

Málsnúmer 2019050124Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 15. maí sl. var erindi húsfélags Ásatúns 12 varðandi hraðakstur í Ásatúni vísað til umsagnar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Í kjölfarið var hraði mældur í götunni og gáfu niðurstöður mælingar til kynna að gera þurfi ráðstafanir til að lækka hraða.

Á samráðsfundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs var samþykkt að vinna tillögur að hraðalækkandi aðgerðum á tveimur stöðum við götuna.
Skipulagsráð tekur undir að aðgerða sé þörf og óskar eftir að fá tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum frá umhverfis- og mannvirkjasviði.

8.Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 óskaði Ólafur Kjartansson V-lista eftir umræðu um framkvæmdir vegna flóðvarna á bílaklúbbssvæðinu og áætlun um að grafa skurð þvert á hlíðina. Vísaði ráðið málinu til samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Málið var tekið fyrir á fundi 27. ágúst 2019 þar sem bókað var að mælt væri með því að haldið verði áfram með framkvæmdir við flóðvarnir í samræmi við minnisblað Eflu um málið. Til viðbótar við fyrri gögn er lagt fram nýtt minnisblað frá Eflu, dagsett 10. september 2019, þar sem settir eru fram 3 valkostir á legu skurðs.
Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Skipulagsráð fer fram á betri rökstuðning fyrir skurðgreftri í hlíðinni ofan skotsvæðisins milli læks norðan Sellækjar að Sellæk. Þessi framkvæmd myndi stangast á við samþykkta umhverfisstefnu bæjarins um verndun fjölbreyttra og viðkvæmra vistkerfa sem og yfirlýstri stefnu bæjarins um kolefnisjöfnun vegna rasks á ósnertu votlendi.

Í meðfylgjandi gögnum fundarins eru engir aðrir kostir reifaðir. Ekki er heldur gert ráð fyrir þeim áhrifum sem lega Hlíðarfjallsvegarins hefur á vatnsrennnsli af 2/3 hlutum þeirra 64 hektara sem nefndir eru sem upptakasvæði áætlaðs ofanvatns né hver verði bindigeta vaxandi lággróðurs á svæðinu vegna minnkandi beitarálags. Það væri einnig upplýsandi að fá samanburð við það sem hefur gerst á vatnasviði Lónsár og Brunnár.

Tillagan var borin upp til atkvæða en var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.Meirihluti skipulagsráðs tekur undir mat samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina í samræmi við minnisblöð Eflu.

Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslu meirihluta skipulagsráðs.

9.Kaupvangsstræti 16 - umsókn um breytingu skipulags

Málsnúmer 2019090106Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 3. september 2019, fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, þar sem óskað er eftir að heimilað verði að gera breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Kaupvangsstræti 14-16 til að byggja megi 4. hæðina á húsið nr. 16. Á 1. og 2. hæð er í dag hótelgisting og er nú fyrirhugað að breyta 3. hæð í hótelgistingu og sama yrði með 4. hæðina. Þá er bent á að fjölga mætti bílastæðum á suðvesturhluta lóðarinnar um allt að 15 ef heimild fæst til að stækka lóðina.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir fleiri gögnum frá umsækjanda sem sýnir m.a. áhrif hækkunar húss á nærliggjandi umhverfi og byggingar.

10.Oddeyrargata 38 - umsókn um stækkun byggingarreits vegna sólstofu

Málsnúmer 2019080546Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. ágúst 2019 þar sem Robert Maciej Wojciechowski, kt. 251266-2489, og Violetta Wojciechowska, kt. 300365-3299, sækja um heimild til breytingar á deiliskipulagi lóðar nr. 38 við Oddeyrargötu.
Skipulagsráð heimilar umsækjendum að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn sem verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er skipulagssviði falið að grenndarkynna tillöguna þegar hún berst frá umsækjendum ásamt tillögu að útliti hússins.

11.Austurbrú 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050207Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steingríms Péturssonar dagsett 26. ágúst 2019, f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, þar sem óskað er eftir að framkvæmdafrestur á lóðinni Austurbrú 10-12 verði framlengdur um 6 mánuði.
Skipulagsráð samþykkir að veita þriggja mánaða frest.

12.Byggðavegur 114A - umsókn um byggingarleyfi til að breyta eigninni í tvö gistirými

Málsnúmer 2019090080Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn um erindi dagsett 4. september 2019 þar sem Arnhildur Pálmadóttir fyrir hönd Auðuns Þorsteinssonar, kt. 271060-2899, sækir um byggingarleyfi til að breyta húsi nr. 114A við Byggðaveg úr hárgreiðslustofu í tvö gistirými með eldunaraðstöðu og sérinngangi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Arnhildi Pálmadóttur.
Skipulagsráð telur að umbeðin breyting falli undir sömu skilgreiningu hússins og verið hefur þ.e. verslunar- og þjónustuhúsnæði og samþykkir því breytta notkun.

Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfið.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 737. fundar, dagsett 29. ágúst 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:30.