Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 2. fundur - 09.02.2017

Forstöðumaður íþróttamála kynnti hugmyndir að vinnu við stefnumótunarvinnu íþróttamála á Akureyri og endurskoðun íþróttastefnu Akureyrarbæjar vetur og vor 2017.
Fristundaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og ganga til samninga við KPMG.

Frístundaráð - 4. fundur - 23.03.2017

Lagður fram til kynningar samningur við KPMG um stefnumótun íþróttamála Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir samninginn.
Frístundaráð lýsir yfir ánægju með að vinna við stefnumótun sé að fara af stað.

Frístundaráð - 15. fundur - 12.10.2017

Lögð fram drög að nýrri íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Frístundaráð - 17. fundur - 09.11.2017

Lögð fram íþróttastefna Akureyrarbæjar. Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti stöðu verkefnisins.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn hagsmunaaðila á íþróttastefnuna og felur deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1265. fundur - 15.11.2017

Lögð fram til umsagnar drög að stefnu Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum til 2022.
Frestað til næsta fundar og Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að upplýsa frístundaráð.

Bæjarráð - 3576. fundur - 16.11.2017

4. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 9. nóvember 2017:

Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn hagsmunaaðila á íþróttastefnuna og felur deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að senda sínar umsagnir um íþróttastefnuna til deildarstjóra íþróttamála eða formanns frístundaráðs.

Fræðsluráð - 20. fundur - 20.11.2017

Frístundaráð Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn hagsmunaaðila á drögum að nýrri íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA.

Rætt.

Stjórn Akureyrarstofu - 242. fundur - 28.11.2017

Frístundaráð óskar eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu um nýja íþróttastefnu
Stjórn Akureyrarstofu vill beina því til frístundaráðs að samhliða stefnunni verði unnin tímasett aðgerðaráætlun. Jafnframt verði horft til þeirra þátta í atvinnu- og ferðamálastefnu Akureyrarbæjar sem snúa að íþróttamálum.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Frístundaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 9. nóvember 2017 að óska eftir umsögn skipulagsráðs á drögum að nýrri íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA.

Drög að Íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA fylgir.
Skipulagsráð fagnar hugmyndum um gerð þarfagreiningar sem verði undirstaða langtímasýnar fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja/svæða í bænum. Mikilvægt er að slík sýn kallist á við aðalskipulag bæjarins hverju sinni og leggur skipulagsráð því ríka áherslu á samvinnu ÍBA við ráðið við gerð þeirrar sýnar. Skipulagsráð vill jafnframt benda á að stór svæði sem tekin hafa verið frá í bæjarlandinu til íþróttaiðkunnar koma ekki fram í stefnumótun, s.s. golfvöllur og nýleg uppbygging þar og akstursíþróttasvæði KKA.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 23. fundur - 01.12.2017

Lögð fram beiðni um umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs á drögum að nýrri stefnu Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum til ársins 2022 dagsett í október 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar því að verið sé að móta skýra stefnu í íþróttamálum hjá Akureyrarbæ. Ráðið leggur áherslu á að gott samráð verði haft við ráðið og sviðið þegar kemur að málefnum íþróttamannvirkja.

Velferðarráð - 1267. fundur - 06.12.2017

Lögð voru fram drög að íþróttastefnu sem send voru velferðarráði til umsagnar.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir umsögn dagsetta 6. desember 2017.

Frístundaráð - 20. fundur - 14.12.2017

Umræður um íþróttastefnu og deildarstjóri íþróttamála fór yfir innsendar umsagnir frá hlutaðeigandi aðilum.
Frístundaráð þakkar öllum þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við stefnuna. Frístundaráð fagnar að vinnu við stefnuna sé nú lokið og lýsir yfir mikilli ánægju með útkomuna. Frístundaráð samþykkir stefnuna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs.

Bæjarráð - 3582. fundur - 11.01.2018

2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 14. desember 2017:

Umræður um íþróttastefnu og deildarstjóri íþróttamála fór yfir innsendar umsagnir frá hlutaðeigandi aðilum.

Frístundaráð þakkar öllum þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við stefnuna. Frístundaráð fagnar að vinnu við stefnuna sé nú lokið og lýsir yfir mikilli ánægju með útkomuna. Frístundaráð samþykkir stefnuna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs.
Bæjarráð vísar íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3428. fundur - 06.02.2018

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. janúar 2018:

2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 14. desember 2017:

Umræður um íþróttastefnu og deildarstjóri íþróttamála fór yfir innsendar umsagnir frá hlutaðeigandi aðilum. Frístundaráð þakkar öllum þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við stefnuna. Frístundaráð fagnar að vinnu við stefnuna sé nú lokið og lýsir yfir mikilli ánægju með útkomuna. Frístundaráð samþykkir stefnuna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs.

Bæjarráð vísar íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 með 11 samhljóða atkvæðum.

Frístundaráð - 86. fundur - 02.12.2020

Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamála á stöðu aðgerða í íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3497. fundur - 07.09.2021

Rætt um íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Málshefjandi var Sóley Björk Stefánsdóttir og ræddi m.a. þörf á endurskoðun stefnunnar.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, Gunnar Gíslason, Heimir Haraldsson, Hlynur Jóhannsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn ákveður að halda umræðum áfram á næsta fundi.

Bæjarstjórn - 3498. fundur - 21.09.2021

Rætt um íþróttastefnu Akureyrarbæjar, framhald umræðu á fundi bæjarstjórnar 7. september sl.

Sóley Björk Stefánsdóttir reifaði máli og kynnti bókun.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja vinnu að lýðheilsustefnu sem gengur þvert á svið forvarna-, velferðar- og tómstundamála. Endurskoðun íþróttastefnu með áherslu á jafnrétti og lýðheilsu verður fyrsti áfangi í þeirri vinnu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 44. fundur - 18.12.2023

Minnisblað frá forstöðumanni íþróttamála þar sem lagt er til að Íþróttastefna Akureyrarbæjar og ÍBA 2018-2022 framlengist og gildi þar til ný stefna varðandi íþróttamál verði samþykkt.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir tillögu forstöðumanns íþróttamála að framlengja núverandi Íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA þangað til ný stefna í íþróttamálum verður samþykkt.

Ungmennaráð - 46. fundur - 10.01.2024

Ungmennaráð samþykkir að Íþróttastefna Akureyrarbæjar og ÍBA 2018-2022 verði framlengd og í gildi þar til Lýðheilsustefna Akureyrarbæjar tekur við.