Bæjarstjórn

3428. fundur 06. febrúar 2018 kl. 16:00 - 19:47 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Preben Jón Pétursson
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði:

Guðmundur Haukur Sigurðsson tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Brynhildar Pétursdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. janúar 2018:

2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 14. desember 2017:

Umræður um íþróttastefnu og deildarstjóri íþróttamála fór yfir innsendar umsagnir frá hlutaðeigandi aðilum. Frístundaráð þakkar öllum þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við stefnuna. Frístundaráð fagnar að vinnu við stefnuna sé nú lokið og lýsir yfir mikilli ánægju með útkomuna. Frístundaráð samþykkir stefnuna og vísar henni til samþykktar bæjarráðs.

Bæjarráð vísar íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Kjarnagata 51 - breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110113Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar í bílageymslu. Sótt er um aukið nýtingarhlutfall bílakjallara og breytingu á mörkum sérafnotaflata á lóð. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður til á lóðinni og stigahús og svalir Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 megi ná út fyrir byggingarreit ásamt fleiru. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 13. desember 2017 og unnin af Ómari Ívarssyn, Landslagi.

Erindið var grenndarkynnt þann 15. desember 2017 með athugasemdafresti til 15. janúar 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Margrétarhagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017110103Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að í stað 5 raðhúsaíbúða verði 6 íbúðir í fjölbýlishúsi með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 13. desember 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Erindið var grenndarkynnt 19. desember 2017 með athugasemdafresti til 16. janúar 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs 24. janúar 2018:

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Einnig er lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Svæðisskipulag Eyjafjarðar, breyting vegna Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3 - skipulagslýsing

Málsnúmer 2018010229Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:

Erindi dagsett 16. janúar 2018 þar sem Þröstur Friðfinnsson fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar leggur fram skipulagslýsingu sem Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismatsáætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.

Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna og feli svæðisskipulagsnefnd að kynna hana umsagnaraðilum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir lýsinguna með 11 samhljóða atkvæðum og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana umsagnaraðilum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

7.Borgarbraut, Glerárgata, Tryggvabraut, Hörgárbraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2017120224Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:

Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir gatnamót við Glerártorg. Skipulagslýsingin er dagsett 17. janúar 2018 og unnin af Jóhönnu Helgadóttur hjá Eflu.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að lagfæra skipulagslýsinguna í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin þannig breytt verði kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2018 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2018020002Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum síðastliðnar vikur.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 25. janúar 2018
Bæjarráð 25. janúar og 1. febrúar 2018
Frístundaráð 25. janúar 2018
Fræðsluráð 22. og 25. janúar 2018
Kjarasamninganefnd 26. janúar 2018
Skipulagsráð 24. og 30. janúar 2018
Stjórn Akureyrarstofu 30. janúar 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 19. janúar 2018
Velferðarráð 6. og 20. desember 2017 og 17. janúar 2018


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:47.