Frístundaráð

4. fundur 23. mars 2017 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir dagskrárliðum 1 - 4.

1.Bílaklúbbur Akureyrar - rekstrar- og uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2017 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarsamningi við félagið árið 2017.

Á fundinn mættu fulltrúar BA, Einar Gunnlaugsson formaður, Stefán Bjarnhéðinsson og Garðar Þór Garðarsson og fylgdu þeir málinu eftir.
Frístundaráð samþykkir að gerður verði rekstarsamningur við félagið vegna ársins 2017 og felur forstöðumanni íþróttamála að leggja drög að samningi fyrir næsta fund ráðsins.

Er varðar beiðni félagsins um frekara fjármagn til uppbyggingar vísar frístundaráð því til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
Þórunn Sif Harðardóttir mætti á fundinn kl. 14:20.

2.Ósk um styrk vegna húsaleigu í Sunnuhlíð 12

Málsnúmer 2017030094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2017 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar að húsaleigusamningi ÍBA við Reginn vegna Sunnuhlíðar.

Á fundinn mætti Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2017030202Vakta málsnúmer

Beiðni dagsett 20. mars 2017 frá formanni Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk frá frístundaráði til búnaðarkaupa og endurnýjunar á tímatökuklukku til mótahalds í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 345.000 til klukkukaupa.

4.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við KPMG um stefnumótun íþróttamála Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir samninginn.
Frístundaráð lýsir yfir ánægju með að vinna við stefnumótun sé að fara af stað.

5.Mennta- og menningarmálaráðuneytið - framkvæmd stefnumótunar Æskulýðráðs í æskulýðsmálum

Málsnúmer 2017030107Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. febrúar 2017 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hafi samþykkt tillögur stýrihóps um framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum.

6.Skátastarf í 100 ár

Málsnúmer 2017020170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2017 frá Skátafélaginu Klakki þar sem óskað er eftir aðstoð Akureyrarbæjar við framkvæmd Skátaþings sem haldið var á Akureyri 10.- 11. mars sl. Skátaþingið var haldið á Akureyri m.a. v/100 ára afmælis skátastarfs í bænum og 30 ára afmælis Klakks.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir frekari upplýsingum um afmælishaldið en vekur athygli á því að þinghaldið var styrkt með ráðstefnumöppum.

7.Tónræktin - styrkbeiðni 2017

Málsnúmer 2017020092Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 23. febrúar sl. var tekið fyrir erindi dagsett 17. janúar 2017 frá Guðmundi Magna Ásgeirssyni, Ármanni Einarssyni og Brynleifi Hallssyni fyrir hönd Tónræktarinnar. Í erindinu er óskað eftir að gerður verði samningur um styrkveitingu til Tónræktarinnar til 5 ára.

Bæjarráð vísar málinu til frístundaráðs.

Frístundaráð tekur jákvætt í að gerður verði samningur við Tónræktina og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og gera drög að samningi.

8.Viðaukar - reglur

Málsnúmer 2017020133Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 16. mars sl. var samþykkt tillaga að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.

Sviðsstjóri fór yfir reglurnar.

9.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skipurit fyrir sviðið ásamt starfslýsingum fyrir deildarstjóra sviðsins.

Fundi slitið - kl. 16:00.