Frístundaráð

17. fundur 09. nóvember 2017 kl. 12:00 - 13:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 14. september sl. voru til umfjöllunar gjaldskrármál íþróttamannvirkja. Ráðið samþykkti að fela Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar að útfæra tillögu vegna leigu á innilaug. Elín mætti á fundinn og kynnti tillögur sínar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir eftirfarandi leigugjald fyrir innilaugina:

5.000 kr. fyrir námskeið þar sem fjöldi þátttakenda eru undir 10.

6.000 kr. fyrir námskeið þar sem fjöldi þátttakenda eru 10 - 15.

7.000 kr. fyrir námskeið þar sem fjöldi þátttakenda eru 16 eða fleiri.

2.LexGames - hjólahreystibrautir

Málsnúmer 2017110015Vakta málsnúmer

Erindi frá LexGames dags. 2. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir samstarfi við uppsetningu á hjólahreystibraut á Akureyri.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti málið.
Frístundaráð tekur vel í erindið og samþykkir að óska eftir því að umhverfis- og mannvirkjaráð skoði leiðir til fjármögnunar.
Alfa Dröfn vék af fundi kl. 13:00

3.Fyrirspurn um gjaldskrá í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2017110048Vakta málsnúmer

Erindi frá Ólafi Jónssyni dagsett 27. október sl. þar sem óskað er eftir afstöðu ráðsins til afsláttartilboðs sem auglýst er á vetrarkortum í Hlíðarfjalli. Óskar bréfritari eftir að tilboðin gildi líka um vetrarkort á gönguskíðasvæðið.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sal fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að veittur verði sambærilegur afsláttur á vetrarkotum á gönguskíðasvæði.

4.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Lögð fram íþróttastefna Akureyrarbæjar. Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti stöðu verkefnisins.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn hagsmunaaðila á íþróttastefnuna og felur deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.

5.5 á dag - lýðheilsuverkefni

Málsnúmer 2017110063Vakta málsnúmer

Forvarna- og félagsmálafulltrúar óska eftir fjármagni til að hrinda af stað lýðheilsuverkefni sem felst í birtingu auglýsinga á strætisvögnum Akureyrarbæjar. Verkefnið snýst um að kynna fyrir almenningi 5 einföld skref sem stuðla að bættri geðheilsu.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið og fagnar framtakinu.

6.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög að nýju samkomulagi við Félag eldri borgara á Akureyri.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Fullgerður samningur verður lagður fram til samþykktar á næsta fundi.

7.Súlur björgunarsveitin á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2016060026Vakta málsnúmer

Lagður fram endurnýjaður samningur við Björgunarsveitina Súlur vegna ársins 2017.
Frístundaráð samþykkir saminginn og felur sviðsstjóra að undirrita hann.

8.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra samfélagssviðs um framkvæmd jafnréttisviðurkenninga.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við tillögurnar og samþykkir að auglýst verði eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenninga.

Fundi slitið - kl. 13:30.