Frístundaráð

86. fundur 02. desember 2020 kl. 12:00 - 14:36 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamála á stöðu aðgerða í íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

2.Skíðafélag Akureyrar - Andrésar Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að núverandi samningur verði framlengdur um eitt ár og verður því styrkupphæð óbreytt, kr. 650.000.

3.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Umræða um verkefnið samfella í skóla- og frístundastarfi barna.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns samfélags og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur Evu Hrund Einarsdóttur og Önnu Hildi Guðmundsdóttur ásamt starfsmönnum að ræða við formann fræðsluráðs og sviðsstjóra fræðslusviðs varðandi framhald verkefnisins.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

5.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundir í grunnskólum

Málsnúmer 2020061178Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um tillögur sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019.

Á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember sl. var liðunum Samfélagssvið 1-5 vísað til frístundaráðs.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns samfélags sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð felur starfsmönnum að fara vel yfir þá liði sem vísað var til ráðsins og koma með tillögu að svörum út frá umræðum á fundinum og með tilliti til starfs- og fjárhagsáætlunar.

6.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

7.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2020 frá Hallgrími Gíslasyni formanni EBAK þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi sem undirritaður var í lok árs 2017 og rennur út 31. desember nk.

Í samningnum er ákvæði um að EBAK annist starfsmannahald í Bugðusíðu og segir félagið sig frá þeim hluta samningsins.
Nýr forstöðumaður tómstundamála kemur til starfa í janúar og verður honum falið að koma með útfærslu er varðar starfsmannahald og með hvaða hætti er hægt að samnýta starfsfólk sem vinnur í þjónustumiðstöðinni í Víðilundi.

Fundi slitið - kl. 14:36.