Frístundaráð

15. fundur 12. október 2017 kl. 14:00 - 15:55 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Jónas Björgvin Sigurbergsson fulltrúi Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Lokaskýrsla Félak 2016 - 2017

Málsnúmer 2017070015Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála fór yfir lokaskýrslu Félak fyrir veturinn 2016 - 2017 og sumarskýrslu 2017.

2.Stefnumótun í forvörnum

Málsnúmer 2017030584Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri tómstunda- og forvarnarmála kynnti málið. Lagði hún til að settur verði á fót vinnuhópur til að hefja endurskoðun á forvarnastefnunni.
Frístundráð samþykkir að Silja Dögg Baldursdóttir og Jónas Björgvin Sigurbergsson verði fulltrúar ráðsins í vinnuhópnum.

Stefnt skal að að ný forvarnastefna verði tilbúin í byrjun febrúar 2018.

3.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2015030173Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála fór yfir málið og kynnti tillögu að skipan stýrihóps um verkefnið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að skipaður verði fimm manna stýrihópur sem heldur utan um verkefnið.
Alfa Aradóttir vék af fundi kl. 15:10.

4.Íþróttabandalag Akureyrar - samskipta- og samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA

Málsnúmer 2015010126Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum samningi við ÍBA.
Formanni og deildarstjóra íþróttamála falið að vinna málið áfram. Fullmótaður samningur verður lagður fyrir á næsta fundi ráðsins.

5.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 15:55.