Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 3. fundur - 15.02.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG komu á fundinn og fóru yfir tilurð aðgerðarhóps og vinnu í tengslum við hann.

Megintilgangur er að koma á betra jafnvægi í rekstri Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1224. fundur - 17.02.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn til þess að fara yfir vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

Magnús Kristjánsson frá KPMG mætti á fundinn til þess að fara yfir vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Íþróttaráð - 186. fundur - 18.02.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Framkvæmdaráð - 325. fundur - 19.02.2016

Kynning á vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson endurskoðandi hjá KPMG kynntu störf hópsins. Undir þessum lið sátu einnig Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri.

Umhverfisnefnd - 112. fundur - 23.02.2016

Kynning á vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson endurskoðandi hjá KPMG kynntu störf hópsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 180. fundur - 24.02.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG komu á fundinn og fóru yfir vinnu og markmið aðgerðarhópsins.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna og æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður félagsstarfs sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð - 187. fundur - 24.02.2016

Umræður og vinna íþróttaráðs vegna aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.
Íþróttaráð felur formanni að vinna málið áfram.

Atvinnumálanefnd - 17. fundur - 24.02.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu - 204. fundur - 24.02.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Eiríki og Magnúsi fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

Samfélags- og mannréttindaráð - 181. fundur - 10.03.2016

Umræður um starfsemi, rekstur og hugmyndir um mögulegan sparnað og hagræðingu í þeim málaflokkum sem falla undir samfélags- og mannréttindaráð.
Samfélags- og mannréttindaráð hefur fjallað um hugmyndir til hagræðingar. Ráðið telur mikilvægt að verja þjónustu, ekki síst við viðkvæma hópa samfélagsins, en leita annarra leiða til hagræðingar. Ráðið er reiðubúið að vinna áfram að verkefninu.

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista óskar bókað:

Markmið með aðhaldsaðgerðum þurfa ávallt að vera greinileg og skýr bæjarbúum. Því er mikilvægt að vinna að því að auka upplýsingagjöf með rafrænni stjórnsýslu bæði til að auka kostnaðarvitund notenda þjónustunnar sem heyra undir ráðið og til að hvetja íbúa til aðkomu að ákvarðanatöku í einstökum málum ráðsins. Mikilvægt er einnig að gefa íbúum kost á að greiða álitamálum í aðhaldsaðgerðum atkvæði. Við forgangsröðun verkefna er brýnt að það bitni ekki á viðkvæmum einstaklingum sem nýta þjónustuna í dag þegar verkefnum er forgangsraðað og að haft verði samráð við hagsmunaaðila sem heyra undir ráðið. Leitað verði leiða til útvistunar verkefna þar sem það er talið hagkvæmt í þeim aðhaldsaðgerðum sem framundan eru.

Stjórn Akureyrarstofu - 205. fundur - 10.03.2016

Farið yfir hugmyndir um breytingar og verkefni sem gætu annars vegar skilað bæjarsjóði auknum tekjum og hins vegar leitt til lækkunar á rekstrarkostnaði.

Velferðarráð - 1226. fundur - 16.03.2016

Rætt um mögulega hagræðingu í þeim málaflokkum sem heyra undir velferðarráð og tillögur til aðgerðarhóps um framtíðarrekstur.
Umræðum vísað áfram til næsta fundar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 182. fundur - 31.03.2016

Framhald umræðna frá síðasta fundi um starfsemi, rekstur og hugmyndir um mögulegan sparnað og hagræðingu í þeim málaflokkum sem falla undir samfélags- og mannréttindaráð.
Framkvæmdastjóra falið að koma hugmyndum og möguleikum til sparnaðar á framfæri við aðgerðarhópinn. Ráðið vill ítreka að það telur mikla þörf á að verja viðkvæma þjónustu sem sinnt er af starfsfólki deildarinnar og óskar eftir að samráð verði haft við ráðið um framhaldið.

Ráðið telur sér rétt og skylt, sem jafnréttisnefnd bæjarins, að benda á nauðsyn þess að jafna kynjahlutfall í aðgerðarhópnum og ráðgjöfum hans.

Stjórn Akureyrarstofu - 208. fundur - 14.04.2016

Farið að nýju yfir hugmyndir um breytingar og verkefni sem gætu annars vegar skilað bæjarsjóði auknum tekjum og hins vegar leitt til lækkunar á rekstrarkostnaði.

Samfélags- og mannréttindaráð - 185. fundur - 24.05.2016

Fulltrúar aðgerðarhóps bæjarstjórnar komu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir tillögum hópsins, sem samþykktar voru í bæjarráði 19. maí 2016.

Fundinn sátu undir þessum lið Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG.

Skipulagsnefnd - 233. fundur - 25.05.2016

Kynntar voru tillögur hópsins um aðhaldsaðgerðir á skipulagsdeild. Bæjarstjóri, formaður bæjarráðs, ráðgjafi KPMG og fjármálastjóri mættu á fundinn.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Stjórn Akureyrarstofu - 210. fundur - 26.05.2016

Fulltrúar aðgerðarhóps bæjarstjórnar komu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir tillögum hópsins, sem samþykktar voru í bæjarráði 19. maí 2016.Fundinn sátu undir þessum lið Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG.Auk þess sátu eftirfarandi starfsmenn fundinn: María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála, Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður, Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnisstjóri markaðs- og kynningarmála, Þórhildur Gísladóttir umsjónarmaður upplýsingamiðstöðvarinnar, Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar gestum fyrir komuna og greinargóða kynningu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 186. fundur - 09.06.2016

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 2. júní 2016, þar sem tillögum aðgerðarhóps er vísað til nefnda. Einnig lagðar fram upplýsingar um verkefni sem sett verða til frekari úrvinnslu.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 2. júní 2016, þar sem tillögum aðgerðarhóps er vísað til nefnda. Einnig lagðar fram upplýsingar um verkefni sem sett verða til frekari úrvinnslu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögur aðgerðarhópsins og felur skipulagsstjóra að koma athugasemdum á framfæri við aðgerðarhópinn í samræmi við umræður á fundinum.

Umhverfisnefnd - 117. fundur - 23.08.2016

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 2. júní 2016 þar sem tillögum aðgerðarhóps er vísað til nefnda. Einnig lagðar fram upplýsingar um verkefni sem sett verða til frekari úrvinnslu.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur aðgerðarhóps vegna þeirra starfssviða sem tilheyra nefndinni í málaflokkum 108-hreinlætismál og 111-umhverfismál og vísar tillögunum óbreyttum til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 334. fundur - 07.09.2016

Lagðar fram tillögur aðgerðarhóps bæjarráðs að viðauka við gildandi fjárhagsáætlun ársins 2016
Framkvæmdaráð tók fyrir tillögur aðgerðarhóps og mun framfylgja þeim eins og kostur er en ljóst er að einhver markmiðanna munu ekki nást.