Samfélags- og mannréttindaráð

180. fundur 24. febrúar 2016 kl. 09:15 - 11:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 18. febrúar sl. um verklag og eyðublað vegna kynjaðar fjárhagsáætlunar. Bæjarráð staðfesti gátlista vegna jafnréttismats og skyldaði nefndir til að nota hann við ákvarðanatöku.

Gátlistinn er í samræmi við ákvæði í Jafnréttisstefnu bæjarins.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn og kynnti gátlistann.
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju með gátlistann og þakkar Katrínu fyrir kynninguna.

2.Jafnréttisstefna 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

Í jafnréttisstefnu kemur fram að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum bæjarins skuli kannað árlega. Einnig skal kynjahlutfall formanna kannað sérstaklega.

Lagt fram yfrlit um stöðuna skv. úttekt 15. janúar 2016.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að koma þessum upplýsingum á framfæri. Ráðið bendir á að skoða þurfi sérstaklega kosningu varamanna í nefndir.

3.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG komu á fundinn og fóru yfir vinnu og markmið aðgerðarhópsins.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna og æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður félagsstarfs sátu fundinn undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2014080019Vakta málsnúmer

Lagt var fram fjárhagsyfirlit fyrir janúar til desember 2015 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna og æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður félagsstarfs sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:00.