Samfélags- og mannréttindaráð

182. fundur 31. mars 2016 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Kristín Björk Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru Silju Daggar Baldursdóttur formanns.

Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista sat fundinn í fjarveru Silju Daggar.
Kristín Björk Gunnarsdóttir Æ- lista sat fundinn í fjarveru Hlínar Garðarsdóttur áheyrnarfulltrúa.

Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti á fundinn kl. 14:15. Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista stýrði fundi þar til Siguróli kom.

1.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Framhald umræðna frá síðasta fundi um starfsemi, rekstur og hugmyndir um mögulegan sparnað og hagræðingu í þeim málaflokkum sem falla undir samfélags- og mannréttindaráð.
Framkvæmdastjóra falið að koma hugmyndum og möguleikum til sparnaðar á framfæri við aðgerðarhópinn. Ráðið vill ítreka að það telur mikla þörf á að verja viðkvæma þjónustu sem sinnt er af starfsfólki deildarinnar og óskar eftir að samráð verði haft við ráðið um framhaldið.

Ráðið telur sér rétt og skylt, sem jafnréttisnefnd bæjarins, að benda á nauðsyn þess að jafna kynjahlutfall í aðgerðarhópnum og ráðgjöfum hans.

2.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Formaður öldungaráðs Dagbjört Elín Pálsdóttir og framkvæmdastjóri deildarinnar greindu frá umræðum og ályktun á fundi öldungaráðs 14. mars sl. Fundargerð ráðsins dagsett 14. mars 2016 lögð fram.

Rætt um framhald viðræðna um nýtt samkomulag.
Samfélags- og mannréttindaráð tekur fram að það er markmið að áfram verði starf í Víðilundi og Bugðusíðu. Ráðið felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni tómstundamála að halda áfram viðræðum við Félag eldri borgara um nýtt samkomulag.

3.Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar - styrkbeiðni vegna landsmóts 2016

Málsnúmer 2016030184Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 21. mars 2016 undirritað af Jónínu Sif Eyþórsdóttur og fleirum fyrir hönd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar. Í bréfinu er óskað eftir styrk í formi aðstöðu til að halda landsmót sambandsins á Akureyri 21.- 23. október næstkomandi.
Samfélags- og mannréttindaráð telur ekki á sínu valdi að veita umbeðna aðstöðu eða veita styrk á móti leigu og vísar málinu því til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:00.