Umhverfisnefnd

117. fundur 23. ágúst 2016 kl. 10:00 - 12:25 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Samgönguvika 2016

Málsnúmer 2016080070Vakta málsnúmer

Umræður um fyrirkomulag Samgönguviku 2016.
Lagt fram til kynningar.

2.Viðurkenningar fyrir lóðir 2016

Málsnúmer 2016080069Vakta málsnúmer

Kynning á þeim lóðum sem munu fá viðurkenningar árið 2016.

3.Lofslagsráðstefnan á Akureyri 2016

Málsnúmer 2016030014Vakta málsnúmer

Umræður um loftslagsráðstefnu vinabæjanna sem halda á hér á Akureyri dagana 19.- 21. október nk.
Drög að dagskrá ráðstefnunnar lögð fram til kynningar.

4.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 2. júní 2016 þar sem tillögum aðgerðarhóps er vísað til nefnda. Einnig lagðar fram upplýsingar um verkefni sem sett verða til frekari úrvinnslu.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur aðgerðarhóps vegna þeirra starfssviða sem tilheyra nefndinni í málaflokkum 108-hreinlætismál og 111-umhverfismál og vísar tillögunum óbreyttum til bæjarráðs.

5.Svifryk og svifryksmælar

Málsnúmer 2016050038Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu erindis sem umhverfisnefnd sendi Umhverfisstofnun varðandi svifryksmæla og hugsanleg kaup Akureyrarbæjar á mæli.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista vék af fundi kl. 11:22.

6.33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir, Hólsvirkjun, Fnjóskadal - lagnaleiðir

Málsnúmer 2016070095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dagsett 10. ágúst 2016 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á hugmyndum Rarik ohf um lagnaleiðir gegnum Akureyri vegna tengingar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal.
Umhverfisnefnd mælir með því að A lagnaleiðin verði valin.

7.Önnur mál í umhverfisnefnd 2016

Málsnúmer 2016080072Vakta málsnúmer

Rætt um ýmis mál svo sem hreinsunarátak ásamt ummælum og athugasemdum við stefnuræðu formanns umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 12:25.