Framkvæmdaráð

334. fundur 07. september 2016 kl. 13:30 - 17:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður tæknideildar
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt tímaáætlun og tillögu að starfsáætlunum. Einnig kynnt fyrstu drög að fjárhagsáætlun deilda aðalsjóðs sem tilheyra framkvæmdaráði.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri SA mættu á fundinn.

2.Naustahverfi 6. áfangi - gatnagerð

Málsnúmer 2015020019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá GV gröfum ehf, um kröfu vegna verðbóta í verkinu, Naustahverfi 6. áfangi. Erindinu var áður hafnað. Krafa er um að stefna Akureyrarbæ sbr. meðfylgjandi bréf Stefáns G. Þórissonar hjá Forum lögmönnum dagsett 6. júlí sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu og felur bæjarlögmanni að hafa samband við alla aðila samningsins.

3.Ljósvistarskipulag Akureyrar

Málsnúmer 2016080002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um ljósvistarskipulag fyrir Akureyrarbæ. Skýrslan er unnin af framkvæmdadeild og verkfræðistofunni Verkís.

Kjartan Jónsson starfsmaður Verkís mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Kjartani áhugaverða kynningu og leggur til að ljósvistarskipulagið verði hluti af aðalskipulagi og vísar málinu til skipulagsnefndar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen og Hermann Ingi Arason véku af fundi kl. 16:02.

4.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur aðgerðarhóps bæjarráðs að viðauka við gildandi fjárhagsáætlun ársins 2016
Framkvæmdaráð tók fyrir tillögur aðgerðarhóps og mun framfylgja þeim eins og kostur er en ljóst er að einhver markmiðanna munu ekki nást.

Fundi slitið - kl. 17:05.