Skólanefnd

3. fundur 15. febrúar 2016 kl. 13:30 - 15:26 Naustaskóli
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti á fundinn kl. 13:45.

1.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG komu á fundinn og fóru yfir tilurð aðgerðarhóps og vinnu í tengslum við hann.

Megintilgangur er að koma á betra jafnvægi í rekstri Akureyrarbæjar.

2.Rekstur fræðslumála 2015

Málsnúmer 2015040087Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir rekstur fræðslumála árið 2015.

3.Hjallastefnan ehf - ósk um leiðréttingu á greiðslu vegna nýrra kjarasamninga og starfsmats

Málsnúmer 2010090049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 21. janúar 2016 frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar ehf þar sem hún óskar eftir að Akureyrarbær leiðrétti greiðslu til Hjallastefnunnar vegna breytinga á kjarasamningum og starfsmati.

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fóru yfir breytingarnar.

Skólanefnd samþykkir umbeðið erindi og óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði vegna breytinga á nýjum kjarasamningum og starfsmati.
Sigurður Freyr Sigurðarson fulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl.14:55.

4.Fagmenntun leikskólastarfsfólks

Málsnúmer 2016020119Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir fagmenntun leikskólastarfsfólks.

5.Hlíðaból leiðrétting vegna kjarasamnings 2015

Málsnúmer 2015050028Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fór yfir breytingar í kjölfar nýrra kjarasamninga og starfsmats.

Skólanefnd samþykkir umbeðið erindi og óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði að upphæð. 3.748.500 kr. til Hlíðabóls vegna breytinga á nýjum kjarasamningum og starfsmati.

Fundi slitið - kl. 15:26.