Úrgangsmál - starfshópur

Málsnúmer 2014110224

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 298. fundur - 19.12.2014

Fundargerðir starfshóps um úrgangsmál lagðar fram til kynningar.

Umhverfisnefnd - 100. fundur - 20.01.2015

Forstöðumaður umhverfismála kynnti fundargerðir starfshóps um úrgangsmál.

Umhverfisnefnd - 101. fundur - 10.02.2015

Áframhaldandi umræður um þá vinnu sem framundan er á gámasvæðinu við Réttarhvamm.
Umhverfisnefnd felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 102. fundur - 10.03.2015

Áframhaldandi umræður um stöðu væntanlegra breytinga á fyrirkomulagi gámasvæðisins og kynningarefnis.

Framkvæmdaráð - 304. fundur - 20.03.2015

Farið yfir vinnu starfshóps um úrgangsmál og kynnt kostnaðaráætlun verksins.

Umhverfisnefnd - 103. fundur - 15.04.2015

Áframhaldandi umræður um stöðu væntanlegra breytinga á fyrirkomulagi gámasvæðisins.

Umhverfisnefnd - 104. fundur - 12.05.2015

Farið yfir stöðu málsins og áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 105. fundur - 09.06.2015

Umræður um stöðu málsins, hvernig til hefur tekist og áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 106. fundur - 18.08.2015

Farið yfir stöðu málaflokksins, reynslu af nýju fyrirkomulagi á gámasvæði og fyrirhuguðu kynningarátaki.
Umhverfisnefnd felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 109. fundur - 10.11.2015

Farið yfir stöðu málsins og áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 110. fundur - 24.11.2015

Farið yfir stöðuna í fræðslu- og kynningarmálum ásamt fyrirhuguðum breytingum á flokkun endurvinnsluefnis í Hrísey.

Umhverfisnefnd - 112. fundur - 23.02.2016

Umræður um stöðu málsins.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að skoðað verði hvort bæta þurfi við auka gámi fyrir pappa í Naustahverfi við Bónus eða auka losunartíðni þar.

Einnig ætlast umhverfisnefnd til þess að framkvæmdum við grenndarstöðina í Hrísey verði hraðað.

Umhverfisnefnd - 113. fundur - 08.03.2016

Umræður um grenndarstöðvarnar og gámasvæðið við Réttarhvamm.

Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands mætti á fundinn undir þessum lið.
Umhverfisnefnd þakkar Helga komuna á fundinn og mikilvægar upplýsingar um magn endurvinnsluefna sem eru að berast og annarra úrgangsflokka.

Umhverfisnefnd - 114. fundur - 22.03.2016

Rætt um úrgangsmálin í Hrísey og þá möguleika sem verið er að skoða.

Umhverfisnefnd - 120. fundur - 08.11.2016

Rætt um grenndarstöðvar í Hrísey og Grímsey, flokkunartunnur í miðbæ og fleira.
Umhverfisnefnd telur ekki ásættanlegt hvað framkvæmdir við grenndarstöðvarnar hafa tafist og krefst þess að þeim ljúki á þessu ári. Nefndin óskar einnig eftir því að flokkunarstöð í miðbæ verði sett upp á þessu ári.