Umhverfisnefnd

120. fundur 08. nóvember 2016 kl. 10:00 - 12:25 Kaffistofa framkvæmdadeild
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Anna Rósa Magnúsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista mætti í forföllum Kristins Frímanns Árnasonar.
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki í hans stað.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn og kynnti skipulagið.
Umhverfisnefnd þakkar Bjarka kynninguna.

2.Hreinsistöð fráveitu á Akureyri - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016100084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2016 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að Norðurorka hf. hafi sent Skipulagsstofnun frummatsskýrslu um hreinsistöð fráveitu á Akureyri. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Akureyrarbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Álitið skal gefið í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrsluna.

3.Plastpokalaus Akureyri - fjölnotapokar

Málsnúmer 2016110041Vakta málsnúmer

Umræður um plastpokalausa Akureyri og fjölnota innkaupapoka.
Umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að draga úr notkun á plastpokum og einnota vörum. Þá felur nefndin starfsmönnum að afla upplýsinga um möguleg kaup á fjölnota innkaupapokum fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Lofslagsráðstefnan á Akureyri 2016

Málsnúmer 2016030014Vakta málsnúmer

Umræður um hvernig til tókst við framkvæmd og skipulag ráðstefnunnar sem haldin var hér 19.- 21. október sl. og næstu skref.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á frekara samstarf vinabæjanna á næstu árum. Fulltrúar vinabæjanna samþykktu á loftslagsráðstefnunni að halda samstarfi áfram að minnsta kosti næstu 5 árin.

5.Úrgangsmál

Málsnúmer 2014110224Vakta málsnúmer

Rætt um grenndarstöðvar í Hrísey og Grímsey, flokkunartunnur í miðbæ og fleira.
Umhverfisnefnd telur ekki ásættanlegt hvað framkvæmdir við grenndarstöðvarnar hafa tafist og krefst þess að þeim ljúki á þessu ári. Nefndin óskar einnig eftir því að flokkunarstöð í miðbæ verði sett upp á þessu ári.

6.Önnur mál í umhverfisnefnd 2016

Málsnúmer 2016080072Vakta málsnúmer

Rætt um fræðsluferð á Sölvabakka þann 22. nóvember nk.

Fundi slitið - kl. 12:25.