Framkvæmdaráð

298. fundur 19. desember 2014 kl. 11:05 - 12:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Ástand og áætlaður viðhaldskostnaður á bílum SVA og ferliþjónustu 2015-2017

Málsnúmer 2014120108Vakta málsnúmer

Stefán Baldursson forstöðumaður SVA kynnti minnisblað dagsett 10. desember 2014 um viðhaldskostnað á bifreiðum SVA og ferliþjónustu.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

2.Hjólaskófla - útboð

Málsnúmer 2014110060Vakta málsnúmer

Ákvörðun um kaup á hjólaskóflu. Erindinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð hafnar öllum tilboðum um kaup á hjólaskóflu vegna breyttra forsendna.
Ingibjörg Ólöf Ísaksen B-lista vék af fundi kl. 11:50.

3.Kæra vegna útboðsmála um snjómokstur og hálkuvarnir

Málsnúmer 2014110205Vakta málsnúmer

Kynnt ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2014, dagsett 10. desember 2014.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

4.Úrgangsmál - starfshópur

Málsnúmer 2014110224Vakta málsnúmer

Fundargerðir starfshóps um úrgangsmál lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:35.