Umhverfisnefnd

113. fundur 08. mars 2016 kl. 10:00 - 12:05 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála kynntu drög að ferðamálastefnu fyrir Akureyri.
Umhverfisnefnd þakkar Maríu Helenu og Albertínu Friðbjörgu kynninguna.

2.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn og kynnti gátlista sem tengjast verkefninu.
Umhverfisnefnd þakkar Katrínu Björgu kynninguna.

3.Úrgangsmál

Málsnúmer 2014110224Vakta málsnúmer

Umræður um grenndarstöðvarnar og gámasvæðið við Réttarhvamm.

Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands mætti á fundinn undir þessum lið.
Umhverfisnefnd þakkar Helga komuna á fundinn og mikilvægar upplýsingar um magn endurvinnsluefna sem eru að berast og annarra úrgangsflokka.

4.Skógræktarfélag Íslands - Yrkjusjóður 2016

Málsnúmer 2016020253Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 26. febrúar 2016 frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir styrk að lágmarki kr. 150.000 til kaupa á trjáplöntum sem úthlutað verður til grunnskóla landsins.
Umhverfisnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000 og hvetur grunnskólana á Akureyri til að sækja um styrk til plöntukaupa til útplöntunar í bæjarlandinu.

Fundi slitið - kl. 12:05.