Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 153. fundur - 27.02.2013

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Um er að ræða stækkun á svæði KKA til vesturs sbr. bókun skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010 (BN090233) og svæði fyrir miðlunartank Norðurorku auk annarra breytinga.
Tillagan er dagsett 27. febrúar 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.

Erindum KKA og BA um lóðarstækkanir er vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

Afgreiðslu málsins er frestað að öðru leyti.

Umhverfisnefnd - 81. fundur - 16.04.2013

Erindi frá skipulagsdeild dags. 4 mars 2013 um beiðni KKA og BA um lóðarstækkun.

Fulltrúar L-lista þau Hulda Stefánsdóttir og Páll Steindór Steindórsson óska bókað:

Við tökum ekki jákvætt í umsókn KKA um svæði undir enduroakstur í Hlíðarfjalli samkvæmt bréfi dags 22. febrúar 2013, en getum fallist á hóflegri stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.

Fulltrúar D-, B- og S-lista óska bókað:

Svæði þetta liggur að svæði sem verið er að skipuleggja sem hluta fólksvangs á Glerárdal þar sem friðsæld dalsins og útivist bæjarbúa verður í öndvegi. Svæðið eru gróðursælir ósnertir móar og gott berjaland. Viðmið stækkunar verði núverandi fjallskilagirðing (gul lína á uppdrætti).

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breyttri afmörkun lóða fyrir akstursíþróttir, skotsvæði á Glerárdal ásamt afmörkun lóðar Norðurorku.
Tillagan er dagsett 15. maí 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.
Óskað var eftir umsögn umhverfisnefndar vegna beiðni KKA og BA um lóðarstækkun og barst hún þann 18. apríl 2013.
Tveir fulltrúar L-listans geta fallist á hóflega stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B-, og S-lista bóka að viðmið stækkunarinnar skuli vera við núverandi fjallskilagirðingu.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að afmörkun lóðar Norðurorku og svæða BA, KKA og Skotfélags.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins í samræmi við ofangreint.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann fagni þeirri sátt sem virðist hafa náðst um nýtingu á þessum hluta Hlíðarfjalls. Hinsvegar vill hann ítreka stefnu VG frá því fyrir kosningar 2010 að útivistarsvæði Hlíðarfjalls þurfi að skipuleggja í heild sinni með opnu samráðsferli við alla mögulega hagsmunaaðila sem svæðið kynnu að nýta í útivistartilgangi. Enginn framtíðarsýn er til fyrir þróun útivistar í Hlíðarfjalli og um þessar mundir keppist hver og einn við að sölsa undir sig svæði til sinnar starfsemi. Edward tekur heilshugar undir umsögn umhverfisnefndar en leggur til að það samráð sem fulltrúar L-lista leggja þar til verði víðtækara en bara við umhverfisnefnd. Edward leggur til að hafið verði samráðsferli um heildarsýn á uppbyggingu vegna útivistar í Hlíðarfjalli í samhengi við vinnu að fólkvangi í Glerárdal.

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn 8:08.

Skipulagsnefnd - 159. fundur - 12.06.2013

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Um er að ræða stækkun á svæði KKA til vesturs sbr. bókun skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010 (BN090233) og svæði fyrir miðlunartank Norðurorku auk fleiri breytinga.
Tillagan er dagsett 12. júní 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á aðkomu að lóð Norðurorku og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3341. fundur - 25.06.2013

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. júní 2013:
Með vísun í bókanir dags. 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Um er að ræða stækkun á svæði KKA til vesturs sbr. bókun skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010 (BN090233) og svæði fyrir miðlunartank Norðurorku auk fleiri breytinga.
Tillagan er dags. 12. júní 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á aðkomu að lóð Norðurorku og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fram kom tillaga um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 166. fundur - 30.10.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, unna af Teiknum á lofti ehf. og dagsetta 25. október 2013.
Með bréfi dagsettu 7. ágúst 2013 samþykkti Skipulagsstofnun að aðalskipulagstillagan vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis yrði auglýst þar sem búið var að gera viðeigandi lagfæringar á aðalskipulagsuppdrætti vegna athugasemda Skipulagsstofnunar sem fram komu í bréfi dagsettu 12. júní 2013. Nú hafa einnig verið færðar viðeigandi skýringar inn í greinargerð sem fram komu í athugasemd í 3. lið sama bréfs.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3345. fundur - 05.11.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. október 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, unna af Teiknum á lofti ehf og dags. 25. október 2013.
Með bréfi dags. 7. ágúst 2013 samþykkti Skipulagsstofnun að aðalskipulagstillagan vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis yrði auglýst þar sem búið var að gera viðeigandi lagfæringar á aðalskipulagsuppdrætti vegna athugasemda Skipulagsstofnunar sem fram komu í bréfi dags. 12. júní 2013. Nú hafa einnig verið færðar viðeigandi skýringar inn í greinargerð sem fram komu í athugasemd í 3. lið sama bréfs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Íþróttaráð - 142. fundur - 21.11.2013

Tekin fyrir beiðni dags. 6. nóvember 2013 frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar um umsögn íþróttaráðs á tillögu á deiliskipulagsbreytingu vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Pétri Bolla fyrir komuna.

Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 13. nóvember til 27. desember 2013.
Umsagnir voru sendar til 19 umsagnaraðila og bárust 9 umsagnir um deiliskipulagstillöguna:
1) Norðurorka dagsett 20. nóvember 2013. Norðurorka gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Skotfélag Akureyrar dagsett 23. desember 2013.
a) Veruleg truflun yrði á starfsemi riffilvallarins ef aksturssvæðið yrði stækkað eins og tillagan gerir ráð fyrir.
b) Ekki hefur verið gerð úttekt af lögreglu á hættu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á svæði KKA en svæðið er að hluta til í skotlínu riffilbrautar. Slíka úttekt þyrfti að gera áður en tillaga um stækkun KKA svæðisins yrði samþykkt.
c) Nýr vegur liggur í gegnum verðandi aksturssvæði og þyrfti að leysa það með undirgöngum.
3) Bílaklúbbur Akureyrar dagsett 20. desember 2013.
a) Gerð er athugasemd við göngustíg meðfram Glerá og spurt hvort ekki sé nauðsynlegt að girða hann af þannig að ekki verði hægt að horfa á keppnir BA án þess að greiða aðgangseyri.
b) BA hefur áhyggjur af landsvæði vegna vatnstanks Norðurorku sem klúbburinn telur að þrengi að svæði BA við enda brautar vegna vegar sem þarf að komast fyrir þar.
c) BA hefur áhyggjur af hvernig staðið verði að drenlögnum á svæðinu og hvaða raski það muni valda á lóð BA.
4) Skipulagsstofnun dagsett 18. desember 2013.
a) Stofnunin telur umhverfisskýrslu ófullnægjandi hvað varðar umfjöllun um hljóðvist. Í viðauka við reglugerð um hávaða nr. 724/2008 eru viðmiðunarmörk fyrir hávaða, m.a. á frístundasvæðum og að mati stofnunarinnar þarf að koma fram hver þau mörk eru og að leggja eigi mat á hvort hægt verði að uppfylla þau mörk, með eða án hljóðmana. Ef óvissa ríkir um hvort hægt sé að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar, þótt bætt verði við hljóðmönum, þarf að koma fram hvernig brugðist verði við starfsemi á skipulagssvæðinu, svo sem varðandi takmörkun á starfstíma.
b) Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir vöktun á hávaða, en ekki kemur fram hvað sú vöktun hefur þegar leitt í ljós.
c) Bent er á að gerð hljóðmana á síðari stigum geti kallað á frekari breytingar á deiliskipulagi.
5) Vegagerðin dagsett 18. desember 2013.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við tillöguna.
6) Vetraríþróttamiðstöð Íslands dagsett 27. desember 2013.
Viðbótarsvæði KKA, sem verið er að leggja til að stækki, mun hindra frekari uppbyggingu skíðasvæðisins neðar í fjallinu. Með því að skipuleggja lyftu á umræddu svæði myndu möguleikar skíðasvæðisins margfaldast. Er því óskað eftir að tekið verði tillit til hugsanlegra framtíðaráforma Vetraríþróttamiðstöðarinnar um lyftuframkvæmdir á viðbótarsvæði KKA.
7) Umhverfisstofnun dagsett 3. janúar 2013.
Stofnunin leggur áherslu á hljóðvist og að ekki verði meiri hávaði en svo að hægt verði að stunda þá útivist sem er í boði í nágrenninu. Einnig telur stofnunin mikilvægt að áhersla verði lögð á nýtingu staðargróðurs við uppgræðslu.
8) Íþróttaráð dagsett 23. nóvember 2013.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.
9) Umhverfisnefnd dagsett 11. desember 2013.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna á auglýsingartíma.

Svör við umsögnum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) a) Í deiliskipulagstillögunni eru sýnd öryggismörk skotsvæðis og þurfa því skot frá riffilbrautum og "skeet" svæðum að lenda innan þeirra marka. Því er gerð krafa um að öryggismön vestan riffilbrautar Skotfélagsins verði nægilega há til þess að tryggja öryggi vegfarenda um göngustíg norðan og vestan skotsvæðisins og gagnvart svæði KKA. Þá er gerð krafa um að öryggiskröfur um skotsvið í skothúsum riffilbrauta verði uppfylltar samkvæmt stöðlum. Einnig er gerð krafa um öryggisgirðingu á milli göngustígs og skotsvæðis.

b) Ef viðeigandi öryggiskröfur er uppfylldar sbr. lið 2a) ætti ekki að vera þörf á sérstakri úttekt lögreglu á svæðinu. Sjá nánar svar við nr. 2a).

c) Í deilskipulagstillögunni er gert ráð fyrir undirgöngum (röri) undir nýja aðkomu að svæði KKA og SA.

3) a) Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að svæði BA verði girt af frá göngustígnum meðfram Glerá en Bílaklúbbnum er heimilt að skerma svæði sitt tímabundið frá stígnum ef talin er þörf á því.

b) Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir svokölluðum "tilbaka vegi" meðfram öryggissvæði bremsubrautar sem á að fullnægja þörf ökutækja til þess að komast af brautinni.

c) Fyrirhugaðar drenlagnir ofan svæðis og innan svæðis BA eru nauðsynlegar til þess að hindra ofanflóð vegna vatnsflaums. Sem stendur eru farvegir ofanjarðar fyrir þessa læki sem fyrirhugað er að koma fyrir í drenrörum sem lögð verða í jörðu. Þannig er reynt að tryggja að ekki verði skemmdir á aðstöðusvæði BA.

4) a) Ítarleg umhverfisskýrsla var unnin við gerð deiliskipulagsins 2008 og heldur hún gildi sínu. Komi í ljós að neikvæð áhrif á nærumhverfi frá stækkuðu svæði KKA á hljóðvist séu umfram viðmiðunarmörk 4. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008, töflu 1 í viðauka, verði hljóðmön framlengd til mótvægis meðfram Hlíðarfjallsvegi og upp fyrir frístundabyggðina í Hálöndum. Samhliða verði sett ákvæði í starfsleyfi svæðisins til að uppfylla kröfur um viðmiðunarmörk um hávaða. Vegna sérstakra viðburða félaganna á skipulagssvæðinu verði stuðst við ákvæði og viðmið 10. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008.

b) Starfsemi á svæðinu er nú mjög takmörkuð þar sem framkvæmdum er langt því frá lokið. Ekki er því talið rétt að viðhafa vöktun á svæðinu þar sem slíkar niðurstöður myndu ekki gefa rétta mynd af heildaráhrifum þess á umhverfið í framtíðinni.

c) Gefur ekki tilefni til svars.

5) Gefur ekki tilefni til svars.

6) Starfsemi KKA hefur vaxið mikið á síðustu misserum og því nauðsynlegt að mæta þeim kröfum sem kalla á aukið landsvæði til íþróttarinnar, sem dregur að sér ferðamenn ekki síður en skíðaáhugafólk. Því er talið nauðsynlegt að úthluta félaginu stærra svæði. Tekið skal fram að um afturkræfa framkvæmd er að ræða og ætti því ekki að fyrirbyggja hugsanlegar hugmyndir um lyftuframkvæmdir tengdar skíðasvæðinu í framtíðinni.

7) Skipulagsnefnd tekur undir umsögnina sem gefur að öðru leyti ekki tilefni til svars.

8) Gefur ekki tilefni til svars.

9) Gefur ekki tilefni til svars.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar. 

Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna og óskaði bókað að stækkun akstursíþróttasvæðis KKA og skotsvæðis SA sé misráðin og að huga þurfi að annarri staðsetningu fyrir starfsemi klúbbana. Edward minnir á ítrekaðar bókanir V-lista um nauðsyn þess að skipuleggja útivist og afþreyingu í Hlíðarfjalli heildstætt. Ljóst má vera að vaxandi frístundabyggð og fjölgandi útivistarmöguleikum á svæðinu er skorinn of þröngur stakkur með því að stækka svæði undir aksturs- og skotíþróttir. Fyrirsjáanlegt er að til árekstra komi í framtíðinni og því stækkun svæðanna misráðin. 

Bæjarstjórn - 3349. fundur - 21.01.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 13. nóvember til 27. desember 2013.
Umsagnir voru sendar til 19 umsagnaraðila og bárust 9 umsagnir um deiliskipulagstillöguna:
1) Norðurorka dags. 20. nóvember 2013. Norðurorka gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Skotfélag Akureyrar dags. 23. desember 2013.
a) Veruleg truflun yrði á starfsemi riffilvallarins ef aksturssvæðið yrði stækkað eins og tillagan gerir ráð fyrir.
b) Ekki hefur verið gerð úttekt af lögreglu á hættu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á svæði KKA en svæðið er að hluta til í skotlínu riffilbrautar. Slíka úttekt þyrfti að gera áður en tillaga um stækkun KKA svæðisins yrði samþykkt.
c) Nýr vegur liggur í gegnum verðandi aksturssvæði og þyrfti að leysa það með undirgöngum.
3) Bílaklúbbur Akureyrar dags. 20. desember 2013.
a) Gerð er athugasemd við göngustíg meðfram Glerá og spurt hvort ekki sé nauðsynlegt að girða hann af þannig að ekki verði hægt að horfa á keppnir BA án þess að greiða aðgangseyri.
b) BA hefur áhyggjur af landsvæði vegna vatnstanks Norðurorku sem klúbburinn telur að þrengi að svæði BA við enda brautar vegna vegar sem þarf að komast fyrir þar.
c) BA hefur áhyggjur af hvernig staðið verði að drenlögnum á svæðinu og hvaða raski það muni valda á lóð BA.
4) Skipulagsstofnun dags. 18. desember 2013.
a) Stofnunin telur umhverfisskýrslu ófullnægjandi hvað varðar umfjöllun um hljóðvist. Í viðauka við reglugerð um hávaða nr. 724/2008 eru viðmiðunarmörk fyrir hávaða, m.a. á frístundasvæðum og að mati stofnunarinnar þarf að koma fram hver þau mörk eru og að leggja eigi mat á hvort hægt verði að uppfylla þau mörk, með eða án hljóðmana. Ef óvissa ríkir um hvort hægt sé að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar, þótt bætt verði við hljóðmönum, þarf að koma fram hvernig brugðist verði við starfsemi á skipulagssvæðinu, svo sem varðandi takmörkun á starfstíma.
b) Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir vöktun á hávaða, en ekki kemur fram hvað sú vöktun hefur þegar leitt í ljós.
c) Bent er á að gerð hljóðmana á síðari stigum geti kallað á frekari breytingar á deiliskipulagi.
5) Vegagerðin dags. 18. desember 2013.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við tillöguna.
6) Vetraríþróttamiðstöð Íslands dags. 27. desember 2013.
Viðbótarsvæði KKA, sem verið er að leggja til að stækki, mun hindra frekari uppbyggingu skíðasvæðisins neðar í fjallinu. Með því að skipuleggja lyftu á umræddu svæði myndu möguleikar skíðasvæðisins margfaldast. Er því óskað eftir að tekið verði tillit til hugsanlegra framtíðaráforma Vetraríþróttamiðstöðarinnar um lyftuframkvæmdir á viðbótarsvæði KKA.
7) Umhverfisstofnun dags. 3. janúar 2013.
Stofnunin leggur áherslu á hljóðvist og að ekki verði meiri hávaði en svo að hægt verði að stunda þá útivist sem er í boði í nágrenninu. Einnig telur stofnunin mikilvægt að áhersla verði lögð á nýtingu staðargróðurs við uppgræðslu.
8) Íþróttaráð dags. 23. nóvember 2013.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.
9) Umhverfisnefnd dags. 11. desember 2013.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna á auglýsingartíma.
Svör við umsögnum:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) a) Í deiliskipulagstillögunni eru sýnd öryggismörk skotsvæðis og þurfa því skot frá riffilbrautum og "skeet" svæðum að lenda innan þeirra marka. Því er gerð krafa um að öryggismön vestan riffilbrautar Skotfélagsins verði nægilega há til þess að tryggja öryggi vegfarenda um göngustíg norðan og vestan skotsvæðisins og gagnvart svæði KKA. Þá er gerð krafa um að öryggiskröfur um skotsvið í skothúsum riffilbrauta verði uppfylltar samkvæmt stöðlum. Einnig er gerð krafa um öryggisgirðingu á milli göngustígs og skotsvæðis.
b) Ef viðeigandi öryggiskröfur er uppfylldar sbr. lið 2a) ætti ekki að vera þörf á sérstakri úttekt lögreglu á svæðinu. Sjá nánar svar við nr. 2a).
c) Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir undirgöngum (röri) undir nýja aðkomu að svæði KKA og SA.
3) a) Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að svæði BA verði girt af frá göngustígnum meðfram Glerá en Bílaklúbbnum er heimilt að skerma svæði sitt tímabundið frá stígnum ef talin er þörf á því.
b) Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir svokölluðum "tilbaka vegi" meðfram öryggissvæði bremsubrautar sem á að fullnægja þörf ökutækja til þess að komast af brautinni.
c) Fyrirhugaðar drenlagnir ofan svæðis og innan svæðis BA eru nauðsynlegar til þess að hindra ofanflóð vegna vatnsflaums. Sem stendur eru farvegir ofanjarðar fyrir þessa læki sem fyrirhugað er að koma fyrir í drenrörum sem lögð verða í jörðu. Þannig er reynt að tryggja að ekki verði skemmdir á aðstöðusvæði BA.
4) a) Ítarleg umhverfisskýrsla var unnin við gerð deiliskipulagsins 2008 og heldur hún gildi sínu. Komi í ljós að neikvæð áhrif á nærumhverfi frá stækkuðu svæði KKA á hljóðvist séu umfram viðmiðunarmörk 4. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008, töflu 1 í viðauka, verði hljóðmön framlengd til mótvægis meðfram Hlíðarfjallsvegi og upp fyrir frístundabyggðina í Hálöndum. Samhliða verði sett ákvæði í starfsleyfi svæðisins til að uppfylla kröfur um viðmiðunarmörk um hávaða. Vegna sérstakra viðburða félaganna á skipulagssvæðinu verði stuðst við ákvæði og viðmið 10. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008.
b) Starfsemi á svæðinu er nú mjög takmörkuð þar sem framkvæmdum er langt því frá lokið. Ekki er því talið rétt að viðhafa vöktun á svæðinu þar sem slíkar niðurstöður myndu ekki gefa rétta mynd af heildaráhrifum þess á umhverfið í framtíðinni.
c) Gefur ekki tilefni til svars.
5) Gefur ekki tilefni til svars.
6) Starfsemi KKA hefur vaxið mikið á síðustu misserum og því nauðsynlegt að mæta þeim kröfum sem kalla á aukið landsvæði til íþróttarinnar, sem dregur að sér ferðamenn ekki síður en skíðaáhugafólk. Því er talið nauðsynlegt að úthluta félaginu stærra svæði. Tekið skal fram að um afturkræfa framkvæmd er að ræða og ætti því ekki að fyrirbyggja hugsanlegar hugmyndir um lyftuframkvæmdir tengdar skíðasvæðinu í framtíðinni.
7) Skipulagsnefnd tekur undir umsögnina sem gefur að öðru leyti ekki tilefni til svars.
8) Gefur ekki tilefni til svars.
9) Gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna og óskaði bókað að stækkun akstursíþróttasvæðis KKA og skotsvæðis SA sé misráðin og að huga þurfi að annarri staðsetningu fyrir starfsemi klúbbanna. Edward minnir á ítrekaðar bókanir V-lista um nauðsyn þess að skipuleggja útivist og afþreyingu í Hlíðarfjalli heildstætt. Ljóst má vera að vaxandi frístundabyggð og fjölgandi útivistarmöguleikum á svæðinu er skorinn of þröngur stakkur með því að stækka svæði undir aksturs- og skotíþróttir. Fyrirsjáanlegt er að til árekstra komi í framtíðinni og því stækkun svæðanna misráðin.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 176. fundur - 09.04.2014

Tekið fyrir að nýju eftir yfirferð Skipulagsstofnunar sem taldi sig ekki geta tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en hávaði frá stækkuðu akstursíþróttasvæði hefði verið áætlaður.
Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsetta 8. apríl 2014. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að ný Endurobraut uppfylli kröfur reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 m.v. þær forsendur sem gefnar eru upp í skýrslunni.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um niðurstöður skýrslunnar og hvort hljóðstig verði ásættanlegt í aðliggjandi frístundasvæði í Hálöndum.

Skipulagsnefnd - 178. fundur - 30.04.2014

Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu, sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsettan 19. apríl 2014. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að tvær leiðir eru færar við gerð hljóðmana til þess að uppfylla 55 dB(A) markmiðið fyrir Hálönd. Ný Endurobraut uppfylli þannig kröfur reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 m.v. þær forsendur sem gefnar eru upp í skýrslunni.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um niðurstöður skýrslunnar og hvort hljóðstigið verði ásættanlegt fyrir aðliggjandi frístundasvæði í Hálöndum.
Umsögn heilbrigðiseftirlitsins barst 28. apríl 2014. Mælst er til að kannað verði hvort og hvernig bæta megi hljóðvist á svæðinu þannig að kröfu um hljóðstig undir 45 dB á frístundasvæði í Hálöndum verði fullnægt.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Tekið fyrir að nýju eftir yfirferð Skipulagsstofnunar sem taldi sig ekki geta tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en hávaði frá stækkuðu akstursíþróttasvæði hefði verið áætlaður. Sú áætlun liggur nú fyrir en Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsettan 19. apríl 2014.
Í ljósi niðurstöðu hljóðskýrslunnar er varðar deiliskipulagsbreytingu á akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal vegna viðbótarsvæðis KKA, er lagt til að Endurobraut vestan nýs aðkomuvegar að svæðum Skotfélags og KKA verði felld út, þar sem hún uppfyllir ekki kröfur um hljóðvist vegna frístundabyggðar í 2. áfanga Hálanda en að öðru leyti verði tillagan samþykkt.
Af þessu leiðir að gera þarf eftirfarandi breytingar á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð.
1) Færa þarf inn á uppdrátt hljóðmanir ofan viðbótarsvæðis KKA á móts við 1. áf. Hálanda til þess að uppfylla kröfur um hljóðstig.
2) Fella þarf út skástrikað svæði á uppdrætti sem sýnt er vestan nýs aðkomuvegar að svæði SA og KKA og skilgreina sem viðbótarsvæði KKA með þeim kvöðum að ekki megi nota það fyrir vélknúin farartæki.
3) Breyta þarf texta í greinargerð í samræmi við ofangreint, bæði í almennum skýringum og í umhverfisskýrslu.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreindar breytingar og felur skipulagsstjóra að senda deiliskipulagstillöguna þannig breytta til yfirferðar Skipulagsstofnunar.

Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista fór af fundi kl. 9:35.

Skipulagsnefnd - 182. fundur - 25.06.2014

Tekið fyrir að nýju eftir yfirferð Skipulagsstofnunar sem taldi sig ekki geta tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en hávaði frá stækkuðu akstursíþróttasvæði hefði verið áætlaður. Sú áætlun liggur nú fyrir en Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsetta 25. júní 2014.
Í ljósi niðurstöðu hljóðskýrslunnar er varðar deiliskipulagsbreytingu á akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal vegna viðbótarsvæðis KKA, er gerð sú breyting að Endurobraut vestan nýs aðkomuvegar að svæðum Skotfélags og KKA er felld út, þar sem hún uppfyllir ekki kröfur um hljóðvist vegna frístundabyggðar í 2. áfanga Hálanda.
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagsuppdrætti dagsettum 25. júní 2014, og í greinargerð frá samþykkt bæjarstjórnar 21. janúar 2014.
1) Færðar hafa verið inn á uppdrátt hljóðmanir ofan viðbótarsvæðis KKA á móts við 1. áf. Hálanda til þess að uppfylla kröfur um hljóðstig.
2) Skástrikað svæði á uppdrætti sem sýnt er vestan nýs aðkomuvegar að svæði SA og KKA hefur verið fellt út og er nú skilgreint sem viðbótarsvæði KKA með þeim kvöðum að ekki megi nota það fyrir vélknúin farartæki.
3) Undirgögn undir nýjan aðkomuveg að svæði KKA og Skotsvæði hafa verið færð inn á uppdrátt.
4) Texta hefur verið breytt í greinargerð í samræmi við ofangreint, bæði í almennum skýringum og í umhverfisskýrslu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3358. fundur - 01.07.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. júní 2014:
Tekið fyrir að nýju eftir yfirferð Skipulagsstofnunar sem taldi sig ekki geta tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en hávaði frá stækkuðu akstursíþróttasvæði hefði verið áætlaður. Sú áætlun liggur nú fyrir en Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsetta 25. júní 2014.
Í ljósi niðurstöðu hljóðskýrslunnar er varðar deiliskipulagsbreytingu á akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal vegna viðbótarsvæðis KKA, er gerð sú breyting að Endurobraut vestan nýs aðkomuvegar að svæðum Skotfélags og KKA er felld út, þar sem hún uppfyllir ekki kröfur um hljóðvist vegna frístundabyggðar í 2. áfanga Hálanda.
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagsuppdrætti dagsettum 25. júní 2014, og í greinargerð frá samþykkt bæjarstjórnar 21. janúar 2014.
1) Færðar hafa verið inn á uppdrátt hljóðmanir ofan viðbótarsvæðis KKA á móts við 1. áf. Hálanda til þess að uppfylla kröfur um hljóðstig.
2) Skástrikað svæði á uppdrætti sem sýnt er vestan nýs aðkomuvegar að svæði SA og KKA hefur verið fellt út og er nú skilgreint sem viðbótarsvæði KKA með þeim kvöðum að ekki megi nota það fyrir vélknúin farartæki.
3) Undirgöng undir nýjan aðkomuveg að svæði KKA og Skotsvæði hafa verið færð inn á uppdrátt.
4) Texta hefur verið breytt í greinargerð í samræmi við ofangreint, bæði í almennum skýringum og í umhverfisskýrslu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.