Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer
Tekið fyrir að nýju eftir yfirferð Skipulagsstofnunar sem taldi sig ekki geta tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en hávaði frá stækkuðu akstursíþróttasvæði hefði verið áætlaður. Sú áætlun liggur nú fyrir en Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsetta 25. júní 2014.
Í ljósi niðurstöðu hljóðskýrslunnar er varðar deiliskipulagsbreytingu á akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal vegna viðbótarsvæðis KKA, er gerð sú breyting að Endurobraut vestan nýs aðkomuvegar að svæðum Skotfélags og KKA er felld út, þar sem hún uppfyllir ekki kröfur um hljóðvist vegna frístundabyggðar í 2. áfanga Hálanda.
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagsuppdrætti dagsettum 25. júní 2014, og í greinargerð frá samþykkt bæjarstjórnar 21. janúar 2014.
1) Færðar hafa verið inn á uppdrátt hljóðmanir ofan viðbótarsvæðis KKA á móts við 1. áf. Hálanda til þess að uppfylla kröfur um hljóðstig.
2) Skástrikað svæði á uppdrætti sem sýnt er vestan nýs aðkomuvegar að svæði SA og KKA hefur verið fellt út og er nú skilgreint sem viðbótarsvæði KKA með þeim kvöðum að ekki megi nota það fyrir vélknúin farartæki.
3) Undirgögn undir nýjan aðkomuveg að svæði KKA og Skotsvæði hafa verið færð inn á uppdrátt.
4) Texta hefur verið breytt í greinargerð í samræmi við ofangreint, bæði í almennum skýringum og í umhverfisskýrslu.
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 18. júní sl. kosið aðal- og varamenn í skipulagsnefnd:
Aðalmenn:
Tryggvi Már Ingvarsson formaður
Eva Reykjalín