Skipulagsnefnd

159. fundur 12. júní 2013 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Þórhildur Hjaltalín áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens aðalmanns.

1.Aðalskipulagsbreyting í miðbæ, skipulagslýsing

Málsnúmer 2013060045Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu dagsetta 12. júní 2013, unna af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 sem gera þarf vegna nýs deiliskipulags í miðbænum.

Lagt fram til kynningar.

Gert er ráð fyrir að haldinn verði kynningarfundur um lýsinguna og deiliskipulagsdrögin í lok júní.

2.Aðalskipulagsbreyting, Hamrar og Gata sólarinnar

Málsnúmer 2013040143Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O. Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar að sama skapi.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

3.Aðalskipulagsbreyting vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2013040061Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal og annarra breytinga á svæði 1.61.3-O.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Um er að ræða stækkun á svæði KKA til vesturs sbr. bókun skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010 (BN090233) og svæði fyrir miðlunartank Norðurorku auk fleiri breytinga.
Tillagan er dagsett 12. júní 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á aðkomu að lóð Norðurorku og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Kjarnaskógur og Hamrar - deiliskipulag (SN090096), skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2010030017Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags Kjarnaskógar og Hamra, útílífsmiðstöðvar skáta, dagsetta 12. júní 2013, unna af Hermanni Georg Gunnlaugssyni landslagsarkitekt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

6.Bugðusíða 1, Bjarg mhl 02 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Líkamsræktarinnar Bjargs ehf, kt. 460900-2980, sækir um leyfi til að innrétta íbúð til fastrar búsetu í hluta húsnæðis líkamsræktarinnar við Bugðusíðu 1.

Líkamsræktarstöðin Bjarg ehf. er á skilgreindu þjónustusvæði samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 sem byggir á skipulagslögum nr. 123/2010 er ekki heimilt að vera með íbúðir á þjónustusvæðum (samfélagsþjónusta) og hafnar því skipulagsnefnd erindinu.

7.Norðurslóð - hundasvæði innan bæjarmarka

Málsnúmer 2013040212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2013 frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni f.h. framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir að hluti svæðisins norðan Borga við Norðurslóð verði gert að tímabundnu afgirtu hundasvæði.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir umsögn Háskólans á Akureyri þar sem um framtíðarsvæði hans er að ræða.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

8.Heiðartún - beiðni um lokun götunnar í annan endann

Málsnúmer 2013050211Vakta málsnúmer

Áshildur Hlín Valtýsdóttir og Sigurður Ólason mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 16. maí 2013.
a) Þau ítreka fyrri beiðni um lokun götunnar í annan endann.
b) Þau benda á mikinn umferðarhraða í Kjarnagötunni og þörf á varúðarskiltum um börn á svæðinu.
c) Þá benda þau á að í götunni áttu að vera fjölbýli í stað einbýlishúsa og vilja því fá götumyndinni breytt.
d) Að lokum óska þau eftir bættu aðgengi inn að Bónus fyrir gangandi fólk frá gangstétt.

a) Skipulagsnefnd tók erindið um lokun götunnar fyrir þ. 13. júní 2012 og bókaði eftirfarandi:

"Heiðartún liggur á milli Kjarnagötu og Hamratúns. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir að Heiðartúni verði lokað í annan endann. Ekki er hægt að sjá að þörf sé á slíku inngripi í skipulag svæðisins þar sem gegnumumferð ætti ekki að vera mikil í götunni."

Engar nýjar forsendur liggja fyrir sem réttlæta að loka götunni nú og stendur því fyrri bókun.

b) Hámarkshraði á Kjarnagötu er 30 km/klst og ber að tilkynna til lögreglu ef þær umferðarreglur eru ekki virtar. Ábending um varúðarskilti verður send framkvæmdadeild.

c) Í gildandi deiliskipulagi svæðisins var frá upphafi gert ráð fyrir einbýlishúsum vestan götunnar og tveggja hæða raðhúsum/fjölbýli austan hennar. Þar sem jarðvegsdýpi er talsvert austan götunnar hafa lóðirnar ekki gengið út. Skipulagsnefnd hefur ekki tekið ákvörðun um hvort deiliskipulagi lóðanna verði breytt.

d) Göngustígar eru meðfram öllum götum í Naustahverfi sem tengjast m.a. lóð Bónus. Það er hinsvegar lóðarhafa að sjá til þess að aðgengi innan lóðar sé ásættanlegt fyrir gangandi vegfarendur að versluninni.

9.Klettagerði 4 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2013060092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Andra Teitssonar sendir inn fyrirspurn vegna stækkunar að Klettagerði 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 29. maí 2013. Lögð var fram fundargerð 445. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. júní 2013. Lögð var fram fundargerð 446. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.