Skipulagsnefnd

176. fundur 09. apríl 2014 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista mætti kl. 08:07.

1.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju eftir yfirferð Skipulagsstofnunar sem taldi sig ekki geta tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en hávaði frá stækkuðu akstursíþróttasvæði hefði verið áætlaður.
Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsetta 8. apríl 2014. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að ný Endurobraut uppfylli kröfur reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 m.v. þær forsendur sem gefnar eru upp í skýrslunni.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um niðurstöður skýrslunnar og hvort hljóðstig verði ásættanlegt í aðliggjandi frístundasvæði í Hálöndum.

2.Norður Brekka, neðri hluti - skipulagslýsing

Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Norður Brekku, neðri hluta.
Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

3.Drottningarbraut - útfærsla og hönnun göngustígs

Málsnúmer 2014010104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd veitti framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg meðfram Drottningarbraut austanverðri frá Torfunefsbryggju að gatnamótum Drottningarbrautar og Miðhúsabrautar 15. janúar 2014.
Arnar B. Ólafsson landslagsarkitekt hefur unnið að útfærslu og nánari hönnun göngustígsins í samvinnu við framkvæmdadeild og kom hann á fundinn og kynnti fyrirliggjandi útfærslu.

Skipulagsnefnd þakkar Arnari B. Ólafssyni fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar. 

Andrea Hjálmsdóttir fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég vil leggja áherslu á notagildi þessarar uppbyggingar og ítrekar því mikilvægi þess að tekið sé tillit til hjólreiðafólks við stígagerðina. Skýrt þarf að skilja að með merkingum braut fyrir gangandi vegfarandur annars vegar og hjólreiðafólk hins vegar og gefa hvorum hóp um sig nægjanlegt rými til ferða á sínum forsendum.

4.Tryggvabraut-Borgarbraut, framkvæmdaleyfi v/raflagna

Málsnúmer 2014040028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2014 þar sem Kristinn Magnússon hjá Eflu Norðurlandi sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Norðurorku, sem ráðgerir að leggja háspennustrengi og aðrar lagnir í gangstétt við Tryggvabraut og Borgarbraut.
Fyrir liggur samþykki, framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Olís fyrir framkvæmdinni.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu háspennustrengja og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

5.Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Grímseyjargötu 3

Málsnúmer 2014030057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2014 frá Þresti Sigurðssyni þar sem hann f.h. Ásverks ehf., kt. 590994-2009, óskar heimildar til að láta vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Grímseyjargötu 3 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands sem barst 25. mars 2014.
Hafnarsamlagið gerir ekki athugasemd við umbeðna breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

6.Furuvellir 18 - umsókn um lóðarstækkun vegna byggingar bruggtanka

Málsnúmer 2014020110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vífilfells hf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir bruggtönkum við hús nr. 18 við Furuvelli. Einnig er sótt um lóðarstækkun til austurs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Erindið var sent í grenndarkynningu 28. febrúar til 28. mars.
Ein athugasemd barst frá Norðurorku, dagsett 24. mars 2014.
Heimlagnir hússins lenda undir verðandi viðbyggingu. Því þyrfti að færa heimlagnir umræddra veitna. Ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlun fyrir verkið.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun. tekur jákvætt í byggingaráformin og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

7.Umferðarmál - takmarkanir

Málsnúmer 2014040031Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar Helgi Snæbjarnarson, leggur til að skoðaðar verði leiðir til að takmarka umferð vinnuvéla og hægvirkra ökutækja á álagstímum s.s. á milli 7:45 til 8.15.

Skipulagsstjóra er falið að vinna málið í samráði framkvæmdadeild með það í huga að leggja tillögur fyrir skipulagsnefnd í lok mánaðar.

8.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 27. mars 2014. Lögð var fram fundargerð 486. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar

9.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 3. apríl 2014. Lögð var fram fundargerð 487. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.