Íþróttaráð

142. fundur 21. nóvember 2013 kl. 14:00 - 15:55 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Sundlaug Akureyrar - rennibraut

Málsnúmer 2013010160Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust Fasteignum Akureyrarbæjar í nýjar rennibrautir.

Íþróttaráð leggur til að valin verði tillaga frá Altis um nýja rennibraut í Sundlaug Akureyrar.

2.ÍBA - Styrkur vegna húsaleigu

Málsnúmer 2013110012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 25. október 2013 frá Þresti Guðjónssyni f.h. stjórnar ÍBA þar sem óskað er eftir mótframlagi frá Akureyrarbæ til móts við framlag ÍBA eða að heildarfjárveiting til ÍBA verði hækkuð til að veita Keiludeild Þórs og Kraftlyftingarfélagi Akureyrar hærri styrki til leigu á æfingahúsnæði.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Málþing ÍBA

Málsnúmer 2012110060Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um málþing ÍBA "Forvarnir vegna íþróttaiðkunar barna og unglinga" sem verður 22. nóvember nk.

Íþróttaráð hvetur bæjarbúa til að mæta á málþing ÍBA.

4.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni dags. 6. nóvember 2013 frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar um umsögn íþróttaráðs á tillögu á deiliskipulagsbreytingu vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Pétri Bolla fyrir komuna.

Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

5.Knattspyrnufélag Akureyrar - íþróttaaðstaða í Naustahverfi

Málsnúmer 2005050059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dags. 24. október 2013 frá Hrefnu G. Torfadóttur formanni KA og Sævari Péturssyni framkvæmdarstjóra KA þar sem félagið óskar eftir því að fá úthlutað hið fyrsta íþróttasvæði í Naustahverfi.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Pétri Bolla fyrir komuna.

Íþróttaráð óskar eftir því við skipulagsnefnd að hugað verði að skipulagi á íþróttasvæði í Naustahverfi.

6.Fjárhagsáætlun 2014 - íþróttaráð

Málsnúmer 2013080071Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun íþróttamála starfsárið 2014 tekin til endurskoðunar með tilliti til hægræðingarkröfu.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlagðar tillögur að hagræðingu.

Fundi slitið - kl. 15:55.