Skipulagsnefnd

153. fundur 27. febrúar 2013 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Hringteigur 2, VMA - deiliskipulag, skipulagslýsing

Málsnúmer 2012121230Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri. Tillagan er dagsett 22. febrúar 2013 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

2.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Um er að ræða stækkun á svæði KKA til vesturs sbr. bókun skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010 (BN090233) og svæði fyrir miðlunartank Norðurorku auk annarra breytinga.
Tillagan er dagsett 27. febrúar 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.

Erindum KKA og BA um lóðarstækkanir er vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

Afgreiðslu málsins er frestað að öðru leyti.

3.Austursíða, athafnasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2012110215Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið við Austursíðu. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett í febrúar 2013. Óskað var eftir upplýsingum frá lóðarhöfum varðandi gámamál og bárust svör frá 21 aðila.

Afgreiðslu frestað.

Edward H. Huijbens V-lista fór af fundinum kl.9:10

4.Drottningarbraut - umferðaröryggi við Nökkvasvæði

Málsnúmer 2013020219Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2013 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Nökkva, félags siglingamanna, þar sem óskað er eftir úrbótum í umferðaröryggismálum við svæði félagsins við Drottningarbraut sbr. meðfylgjandi bréf.

Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir gönguljósum á gatnamótum Aðalstrætis og Drottningarbrautar ásamt gönguleið norður að Kaupvangsstræti. Framkvæmdirnar þarf að vinna í samráði við Vegagerðina og framkvæmdadeild bæjarins.

Skipulagsstjóra falið að óska eftir upplýsingum um framkvæmdatíma. 

5.Glerárgata 20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorps ehf., kt. 420206-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Glerárgötu 20. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. janúar 2013. Lögð var fram fundargerð 432. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

7.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 20. febrúar 2013. Lögð var fram fundargerð 433. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.