Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer
Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breyttri afmörkun lóða fyrir akstursíþróttir, skotsvæði á Glerárdal ásamt afmörkun lóðar Norðurorku.
Tillagan er dagsett 15. maí 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.
Óskað var eftir umsögn umhverfisnefndar vegna beiðni KKA og BA um lóðarstækkun og barst hún þann 18. apríl 2013.
Tveir fulltrúar L-listans geta fallist á hóflega stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B-, og S-lista bóka að viðmið stækkunarinnar skuli vera við núverandi fjallskilagirðingu.
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 08:08.