Skipulagsnefnd

157. fundur 15. maí 2013 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Þórhildur Hjaltalín áheyrnarfulltrúi
  • Viðar Valdimarsson áheyrnarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá
Viðar Valdimarsson mætti á fundinn kl. 08:05 í stað Tryggva Más Ingvarssonar áheyrnafulltrúa B-lista.
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 08:08.

1.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, breyting á afmörkun lóða

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breyttri afmörkun lóða fyrir akstursíþróttir, skotsvæði á Glerárdal ásamt afmörkun lóðar Norðurorku.
Tillagan er dagsett 15. maí 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.
Óskað var eftir umsögn umhverfisnefndar vegna beiðni KKA og BA um lóðarstækkun og barst hún þann 18. apríl 2013.
Tveir fulltrúar L-listans geta fallist á hóflega stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B-, og S-lista bóka að viðmið stækkunarinnar skuli vera við núverandi fjallskilagirðingu.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að afmörkun lóðar Norðurorku og svæða BA, KKA og Skotfélags.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins í samræmi við ofangreint.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann fagni þeirri sátt sem virðist hafa náðst um nýtingu á þessum hluta Hlíðarfjalls. Hinsvegar vill hann ítreka stefnu VG frá því fyrir kosningar 2010 að útivistarsvæði Hlíðarfjalls þurfi að skipuleggja í heild sinni með opnu samráðsferli við alla mögulega hagsmunaaðila sem svæðið kynnu að nýta í útivistartilgangi. Enginn framtíðarsýn er til fyrir þróun útivistar í Hlíðarfjalli og um þessar mundir keppist hver og einn við að sölsa undir sig svæði til sinnar starfsemi. Edward tekur heilshugar undir umsögn umhverfisnefndar en leggur til að það samráð sem fulltrúar L-lista leggja þar til verði víðtækara en bara við umhverfisnefnd. Edward leggur til að hafið verði samráðsferli um heildarsýn á uppbyggingu vegna útivistar í Hlíðarfjalli í samhengi við vinnu að fólkvangi í Glerárdal.

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn 8:08.

2.Borgarbraut - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2013050041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2013 frá Helga Má Pálssyni f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar þar sem hann sækir um framkvæmdaleyfi vegna framlengingar Borgarbrautar frá gatnamótum við Merkigil og að gatnamótum Bröttusíðu og Borgarsíðu, samtals um 530 metra vegarkafli.
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað þann 6. maí 2013 að framkvæmdin teljist ekki matskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000.
Meðfylgjandi er úrskurður Skipulagsstofnunar, hönnunar- og útboðsgögn ásamt matsskýrslu framkvæmdarinnar.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau í samræmi við staðfest aðal- og deiliskipulag og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

3.Ljósleiðari á Akureyri - framkvæmdaleyfi fyrir dreifikerfi

Málsnúmer 2013050036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2013 þar Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Tengis ehf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar dreifikerfis ljósleiðara innan Akureyrar sumarið 2013.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau uppfylla reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.

Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Tengir ehf. skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða.

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

4.Borgargil 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012070096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júlí 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um lóð við Borgargil 1 vegna byggingar fjölbýlis/íbúðasambýlis fyrir ungt fatlað fólk.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

5.Tjarnartún 29 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013040072Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dagsettri 24. apríl 2013, leggur Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reit 28.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu í texta greinagerðar um stöllun húss og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Torfunefsbryggja - umsókn um staðsetningu gámaaðstöðuhúss

Málsnúmer 2013040269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2013 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Ambassadors ehf, kt. 5510092-2620, sækir um leyfi til að staðsetja til bráðabirgða gámaaðstöðuhús við Torfunefsbryggju vegna hvalaskoðunar. Einnig er óskað eftir leyfi til að setja upp auglýsingaborða á ljósastaura. Meðfylgjandi er bráðabirgðasamþykki hafnarstjórnar fyrir staðsetningunni.

Skipulagsnefnd samþykkir bráðabirgðastaðsetningu gámaaðstöðuhúss við enda Torfunefsbryggju til 20. september 2013. Skipulagsnefnd getur ekki orðið við ósk um uppsetningu auglýsingaborða á ljósastaura.

7.Póstkassi fyrir íslenska jólasveininn - umsókn um staðsetningu

Málsnúmer 2013030035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 1. mars 2013 frá Guðmundi R. Lúðvíksyni þar sem hann sækir um leyfi til að staðsetja póstkassa í yfirstærð undir bréf til íslenska jólasveinsins, annaðhvort í miðbæ eða við fjölfarna ferðamannaleið.

Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu á póstkassanum í Skátagil á milli Hafnarstrætis 101 og sölubása sem þar eru staðsettir.

Tímabundið stöðuleyfi er veitt til áramóta 2013/2014. Hafa skal samráð við skipulagsdeild um nánari staðsetningu og uppsetningu póstkassans.

8.Dýragrafreitur í landi Akureyrar

Málsnúmer 2013040214Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19. apríl 2013 frá Maríu Björk Guðmundsdóttur formanni Félags hundaeigenda á Akureyri þar sem óskað er eftir að skipulagður verði dýragrafreitur í bæjarlandinu við fyrsta tækifæri.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um erindið og áliti umhverfisnefndar á mögulegri staðsetningu reitsins.

9.Sólvallagata 6 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2013050035Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 6. maí 2013 frá Hermanni Erlingssyni og Díönu Björgu Sveinbjörnsdóttur þar sem þau sækja um stækkun lóðarinnar Sólvallagötu 6, Hrísey, um 29 m². Heildarstærð lóðar yrði 734 m².

Skipulagsnefnd samþykkir lóðarstækkunina og felur lóðarskrárritara að gefa út yfirlýsingu um stækkun lóðarinnar sem eigandi skal þinglýsa.

10.Hafnarstræti 106 - ábending um kaup á eigninni

Málsnúmer 2013040092Vakta málsnúmer

Þórhallur Jónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. apríl 2013.
Hann vill að hluti að afmælispeningum í umhverfismálum verði nýttur til kaupa á Hafnastræti 106 og að húsið verði flutt. Hann telur þetta mikilvægt fyrir framþróun miðbæjarins.

Sigurður Guðmundsson A-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Hann vék af fundi.

Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna en vísar erindinu að öðru leyti til verkefnishóps um endurskoðun miðbæjarskipulagsins sem nú er í vinnslu. 

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann fagni tillögu Þórhalls Jónssonar sem fram kom í viðtalstíma bæjafulltrúa 11. apríl, um kaup á eigninni Hafnarstræti 106. Eru kaup á eigninni lykill að nýrri sýn fyrir miðbæinn og með því að færa húsið sem á lóðinni stendur opnast gríðarmiklir möguleikar á bættum bæjarbrag, ekki ósvipað því sem finna má bakvið Jómfrúna við Lækjargötu í Reykjavík. Húsið má flytja aftur á upprunalegan stað, Hrísey, ef vilji er fyrir því.

Edward H. Huijbens V-lista fór af fundi kl. 9:10.
Sigurður Guðmundsson A-lista kom inn á fundinn aftur kl. 9:10.

11.Dalsbraut vestan við Akurgerði - hljóðmön

Málsnúmer 2012110119Vakta málsnúmer

Sigþór Bjarnason Akurgerði 11c, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. apríl 2013.
Hann segir hávaða við Dalsbraut á milli Þingvallastrætis og Akurgerðis hafa aukist með tilkomu umferðaljósa og vill að möguleikar á hljóðmön á þessu svæði verði skoðaðir.

Samkvæmt hljóðkorti sem unnið var 3. nóvember 2006 af verkfræðistofunni Línuhönnun (EFLU) kemur fram að ekki sé þörf á hljóðvörnum á svæðinu.

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu að sinni en nefndin gerir ráð fyrir að gerðar verði nýjar hljóðmælingar þegar breytingum við Dalsbraut er lokið.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. apríl 2013. Lögð var fram fundargerð 441. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum.

Lagt fram til kynningar.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. maí 2013. Lögð var fram fundargerð 442. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.