Bæjarstjórn

3349. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:00 - 17:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Helgi Snæbjarnarson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Víðir Benediktsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum Akureyrarbæjar og bæjarbúum öllum gleðilegs árs og farsældar.

Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Víðir Benediktsson L-lista mætti í forföllum Indu Bjarkar Gunnarsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Samkvæmt samkomulagi A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista er lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalmanns og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði svohljóðandi:
Logi Már Einarsson, kt. 210864-2969, tekur sæti aðalmanns í stað Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur, kt. 130670-3509.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Loga Más Einarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 13. nóvember til 27. desember 2013.
Umsagnir voru sendar til 19 umsagnaraðila og bárust 9 umsagnir um deiliskipulagstillöguna:
1) Norðurorka dags. 20. nóvember 2013. Norðurorka gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Skotfélag Akureyrar dags. 23. desember 2013.
a) Veruleg truflun yrði á starfsemi riffilvallarins ef aksturssvæðið yrði stækkað eins og tillagan gerir ráð fyrir.
b) Ekki hefur verið gerð úttekt af lögreglu á hættu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á svæði KKA en svæðið er að hluta til í skotlínu riffilbrautar. Slíka úttekt þyrfti að gera áður en tillaga um stækkun KKA svæðisins yrði samþykkt.
c) Nýr vegur liggur í gegnum verðandi aksturssvæði og þyrfti að leysa það með undirgöngum.
3) Bílaklúbbur Akureyrar dags. 20. desember 2013.
a) Gerð er athugasemd við göngustíg meðfram Glerá og spurt hvort ekki sé nauðsynlegt að girða hann af þannig að ekki verði hægt að horfa á keppnir BA án þess að greiða aðgangseyri.
b) BA hefur áhyggjur af landsvæði vegna vatnstanks Norðurorku sem klúbburinn telur að þrengi að svæði BA við enda brautar vegna vegar sem þarf að komast fyrir þar.
c) BA hefur áhyggjur af hvernig staðið verði að drenlögnum á svæðinu og hvaða raski það muni valda á lóð BA.
4) Skipulagsstofnun dags. 18. desember 2013.
a) Stofnunin telur umhverfisskýrslu ófullnægjandi hvað varðar umfjöllun um hljóðvist. Í viðauka við reglugerð um hávaða nr. 724/2008 eru viðmiðunarmörk fyrir hávaða, m.a. á frístundasvæðum og að mati stofnunarinnar þarf að koma fram hver þau mörk eru og að leggja eigi mat á hvort hægt verði að uppfylla þau mörk, með eða án hljóðmana. Ef óvissa ríkir um hvort hægt sé að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar, þótt bætt verði við hljóðmönum, þarf að koma fram hvernig brugðist verði við starfsemi á skipulagssvæðinu, svo sem varðandi takmörkun á starfstíma.
b) Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir vöktun á hávaða, en ekki kemur fram hvað sú vöktun hefur þegar leitt í ljós.
c) Bent er á að gerð hljóðmana á síðari stigum geti kallað á frekari breytingar á deiliskipulagi.
5) Vegagerðin dags. 18. desember 2013.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við tillöguna.
6) Vetraríþróttamiðstöð Íslands dags. 27. desember 2013.
Viðbótarsvæði KKA, sem verið er að leggja til að stækki, mun hindra frekari uppbyggingu skíðasvæðisins neðar í fjallinu. Með því að skipuleggja lyftu á umræddu svæði myndu möguleikar skíðasvæðisins margfaldast. Er því óskað eftir að tekið verði tillit til hugsanlegra framtíðaráforma Vetraríþróttamiðstöðarinnar um lyftuframkvæmdir á viðbótarsvæði KKA.
7) Umhverfisstofnun dags. 3. janúar 2013.
Stofnunin leggur áherslu á hljóðvist og að ekki verði meiri hávaði en svo að hægt verði að stunda þá útivist sem er í boði í nágrenninu. Einnig telur stofnunin mikilvægt að áhersla verði lögð á nýtingu staðargróðurs við uppgræðslu.
8) Íþróttaráð dags. 23. nóvember 2013.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.
9) Umhverfisnefnd dags. 11. desember 2013.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna á auglýsingartíma.
Svör við umsögnum:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) a) Í deiliskipulagstillögunni eru sýnd öryggismörk skotsvæðis og þurfa því skot frá riffilbrautum og "skeet" svæðum að lenda innan þeirra marka. Því er gerð krafa um að öryggismön vestan riffilbrautar Skotfélagsins verði nægilega há til þess að tryggja öryggi vegfarenda um göngustíg norðan og vestan skotsvæðisins og gagnvart svæði KKA. Þá er gerð krafa um að öryggiskröfur um skotsvið í skothúsum riffilbrauta verði uppfylltar samkvæmt stöðlum. Einnig er gerð krafa um öryggisgirðingu á milli göngustígs og skotsvæðis.
b) Ef viðeigandi öryggiskröfur er uppfylldar sbr. lið 2a) ætti ekki að vera þörf á sérstakri úttekt lögreglu á svæðinu. Sjá nánar svar við nr. 2a).
c) Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir undirgöngum (röri) undir nýja aðkomu að svæði KKA og SA.
3) a) Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að svæði BA verði girt af frá göngustígnum meðfram Glerá en Bílaklúbbnum er heimilt að skerma svæði sitt tímabundið frá stígnum ef talin er þörf á því.
b) Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir svokölluðum "tilbaka vegi" meðfram öryggissvæði bremsubrautar sem á að fullnægja þörf ökutækja til þess að komast af brautinni.
c) Fyrirhugaðar drenlagnir ofan svæðis og innan svæðis BA eru nauðsynlegar til þess að hindra ofanflóð vegna vatnsflaums. Sem stendur eru farvegir ofanjarðar fyrir þessa læki sem fyrirhugað er að koma fyrir í drenrörum sem lögð verða í jörðu. Þannig er reynt að tryggja að ekki verði skemmdir á aðstöðusvæði BA.
4) a) Ítarleg umhverfisskýrsla var unnin við gerð deiliskipulagsins 2008 og heldur hún gildi sínu. Komi í ljós að neikvæð áhrif á nærumhverfi frá stækkuðu svæði KKA á hljóðvist séu umfram viðmiðunarmörk 4. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008, töflu 1 í viðauka, verði hljóðmön framlengd til mótvægis meðfram Hlíðarfjallsvegi og upp fyrir frístundabyggðina í Hálöndum. Samhliða verði sett ákvæði í starfsleyfi svæðisins til að uppfylla kröfur um viðmiðunarmörk um hávaða. Vegna sérstakra viðburða félaganna á skipulagssvæðinu verði stuðst við ákvæði og viðmið 10. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008.
b) Starfsemi á svæðinu er nú mjög takmörkuð þar sem framkvæmdum er langt því frá lokið. Ekki er því talið rétt að viðhafa vöktun á svæðinu þar sem slíkar niðurstöður myndu ekki gefa rétta mynd af heildaráhrifum þess á umhverfið í framtíðinni.
c) Gefur ekki tilefni til svars.
5) Gefur ekki tilefni til svars.
6) Starfsemi KKA hefur vaxið mikið á síðustu misserum og því nauðsynlegt að mæta þeim kröfum sem kalla á aukið landsvæði til íþróttarinnar, sem dregur að sér ferðamenn ekki síður en skíðaáhugafólk. Því er talið nauðsynlegt að úthluta félaginu stærra svæði. Tekið skal fram að um afturkræfa framkvæmd er að ræða og ætti því ekki að fyrirbyggja hugsanlegar hugmyndir um lyftuframkvæmdir tengdar skíðasvæðinu í framtíðinni.
7) Skipulagsnefnd tekur undir umsögnina sem gefur að öðru leyti ekki tilefni til svars.
8) Gefur ekki tilefni til svars.
9) Gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna og óskaði bókað að stækkun akstursíþróttasvæðis KKA og skotsvæðis SA sé misráðin og að huga þurfi að annarri staðsetningu fyrir starfsemi klúbbanna. Edward minnir á ítrekaðar bókanir V-lista um nauðsyn þess að skipuleggja útivist og afþreyingu í Hlíðarfjalli heildstætt. Ljóst má vera að vaxandi frístundabyggð og fjölgandi útivistarmöguleikum á svæðinu er skorinn of þröngur stakkur með því að stækka svæði undir aksturs- og skotíþróttir. Fyrirsjáanlegt er að til árekstra komi í framtíðinni og því stækkun svæðanna misráðin.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

3.Borgargil 1 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013120025Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Borgargils 1 f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, unna af Formi ehf og dags. 2. janúar 2014.
Einungis er um að ræða breytingu á lóðarstærð og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Stórholt - Lyngholt - breyting á deiliskipulagi, Lyngholt 7

Málsnúmer 2013110221Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Erindi dags. 25. nóvember 2013 þar sem Sigurður Sigþórsson, kt. 291267-3359, óskar eftir stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr við hús nr. 7 við Lyngholt. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 11. desember 2013 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillöguteikningu af bílgeymslunni.
Tillagan er dags. 15. janúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Miðhúsabraut - Súluvegur - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013110170Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Súluvegar 2 f.h. Norðurorku, kt. 550978-0169. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf og dags. 12. desember 2013.
Einungis er um að ræða breytingu á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu þess.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

6.Fráveita Akureyrarbæjar - flutningur til Norðurorku - samningur

Málsnúmer 2013100211Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. desember 2013:
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 19. desember sl.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá samningum um yfirfærslu fráveitu til Norðurorku hf, undirrita yfirfærslusamning með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Miða skal við að Norðurorka hf taki yfir rekstur fráveitu, frá og með 31. desember 2013.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir sat hjá við afgreiðslu.

Sigurður Guðmundsson A-lista og Ólafur Jónsson D-lista óska bókað:
Við teljum að yfirfærsla fráveitu til Norðurorku hf sé vænlegur kostur enda komi til að tillaga okkar um skilmálabreytingu lána gangi eftir.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista óska bókað:
Vegna sölu á fráveitu óskuðu fulltrúar minnihlutans eftir því að leitað yrði til eigenda þeirra lána sem fyrirhugað er að Norðurorka yfirtaki við söluna og kannað hvort þeir féllust á yfirtökuna. Slíkt liggur ekki fyrir og þar sem hér gæti orðið um að ræða tugmilljóna króna greiðslu á fjármagnstekjuskatti, teljum við í ljósi hagsmuna sveitarfélagsins að mikilvægt sé að það liggi fyrir við endanlega ákvörðunartöku. Teljum við því að rétt hefði verið að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægi afstaða skuldareigenda.

L-listinn leggur fram eftirfarandi bókun:
L-listinn hefur, ásamt starfsmönnum bæjarins verið að skoða síðan snemma árs 2011 að færa fráveitu sveitarfélagsins yfir til Norðurorku hf. Ástæðan er fyrst og fremst sú að rekstur fráveitu fellur mjög vel að rekstri Norðurorku og við teljum að ná megi fram hagræðingu, til hagsbóta, bæði fyrir bæjarsjóð og Norðurorku.
Teljum við að með yfirfærslunni séu betri tækifæri til eflingar rekstursins og hagræðingar, sem mun svo geta skilað sér til bæjarbúa í bættri þjónustu og lægri fráveitugjöldum.
Akureyrarbær á 98,26% í Norðurorku hf og því fara hagsmunir Norðurorku saman við hagsmuni bæjarins.
Í allt haust hefur verið unnið markvisst að því að klára þetta ferli og miðað þá yfirfærsluna við áramót, en það einfaldar mjög yfirfærsluna.
Samningur um yfirfærslu mun koma fyrir bæjarstjórn.

Lagður fram undirritaður samningur um yfirtöku Norðurorku hf á fráveitu Akureyrarbæjar dags. 31. desember 2013.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar. Tillagan var borin upp og var hún samþykkt með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Helgi Snæbjarnarson L-lista vék af fundi og Geir Kristinn Aðalsteinsson tók aftur sæti á fundinum.

7.Stöðuskýrsla nefnda - stjórn Norðurorku

Málsnúmer 2013090098Vakta málsnúmer

Geir Kristinn Aðalsteinsson bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Norðurorku hf gerði grein fyrir stöðuskýrslu nefndarinnar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 18. desember 2013 og 9. og 16. janúar 2014
Afrekssjóður Akureyrar 9. desember 2013 og 13. janúar 2014
Bæjarráð 19. og 30. desember 2013, 9. og 16. janúar 2014
Félagsmálaráð 11. desember 2013 og 8. janúar 2014
Framkvæmdaráð 13. desember 2013
Íþróttaráð 16. janúar 2013
Samfélags- og mannréttindaráð 15. janúar 2014
Skipulagsnefnd 15. janúar 2014
Skólanefnd 16. desember 2013 og 6. janúar 2014
Stjórn Akureyrarstofu 18. desember 2013 og 9. janúar 2014
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 13. desember 2013 og 17. janúar 2014

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:40.