Skipulagsnefnd

178. fundur 30. apríl 2014 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting Naustahverfi - Hagar

Málsnúmer 2014010276Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 5. mars með athugasemdarfresti til 13. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Hagahverfi og breyting á reit 28 og Naustabraut, sjá málsnr. SN080099.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á vefsíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir bárust eftir athugasemdarfrest:
1) Umhverfisstofnun dagsett 14. febrúar 2014. Umsögn um skipulagslýsingu barst of seint og er því tekin fyrir nú.
a) Koma þarf fram hvernig umhverfisáhrif af nýrri legu Naustabrautar og uppfyllingar í stað brúar á Naustagili eru samanborið við eldri áætlun.
b) Koma þarf fram hvernig svæðið fyrir verslun og þjónustu fer saman við græna svæðið við Naustagötu og starfsemi á svæði fyrir þjónustustofnanir.
c) Koma þarf fram hvort græna svæðið við Naustagötu rýrnar við breytinguna.
2) Minjastofnun Íslands dagsett 15. apríl 2014.
Minnt er á skráðar minjar og einnig má gera ráð fyrir óþekktum minjum við gamla bæjarstæði Nausta. Gera þarf könnunarskurði þar sem jarðrask verður vegna Naustavegar og óskað er eftir samvinnu við Akureyrarbæ um slíka könnun áður en til framkvæmda kemur.
Engin athugasemd barst.

Svör við umsögnum:

1) a) Við val á veglínu var lögð áhersla á að skerða sem minnst fornleifar á Naustum. Vegurinn mun taka sveigju framhjá minjunum og koma á fyllingu í Naustagili. Gönguleið skal lögð undir veginn um göng til að tengja saman útivistarsvæði ofan og neðan vegarins. Tengibraut á brú yfir Naustagil yrði meira áberandi mannvirki en gatan í breyttri legu. Að auki eru samfélagsleg áhrif af breyttri legu tengibrautar jákvæð þar sem framkvæmdin verður mun ódýrari.

b) Núverandi þjónustusvæði minnkar á kostnað nýs verslunarsvæðis meðfram Kjarnagötu. Stærð græna svæðisins við Naust minnkar því lítillega vegna þeirra breytinga. Aðkoma að verslunar- og þjónustulóðinni er um hringtorg frá Naustavegi en sú gata tengist Kjarnagötu og Naustabraut. Einnig er gert ráð fyrir gönguleiðum frá austri til vesturs og frá Hagahverfi að núverandi íbúðabyggð.

c) Grænu svæðin við Naustagötu og Kjarnagötu minnka um 1.7 ha við breytinguna en á móti stækkar óbyggt svæði neðan Naustabrautar um u.þ.b. 0.7 ha.

2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða hugsanlegar fornleifar á svæðinu.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

2.Hagahverfi - deiliskipulag Naustahverfi 3. áf. - dsk breyting, reitur 28

Málsnúmer SN080099Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Naustahverfis 3. áfanga ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 og Naustabraut voru auglýstar frá 5. mars með athugasemdarfresti til 13. apríl 2014. Breyting á aðalskipulagi Akureyrar var auglýst samhliða, sjá málsnr. 2014010276.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, vefsíðu skipulagsdeildar Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir og tvær athugasemdir bárust sem eru í fylgiskjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014".
Einnig barst fundargerð nafnanefndar dagsett 17. mars 2014 þar sem lagðar eru til breytingar frá fyrri tillögu að götunöfnum.

Árni Ólafsson sat fundinn og þakkar nefndin honum fyrir hans yfirferð.

Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014". Tekið er tillit til athugasemdar nr. 1 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Einnig er tekið tillit til breytingartillagna nafnanefndar um götunöfn og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. 

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingartillögu reits 28 og Naustabrautar verði samþykktar og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

3.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

Verkfræðistofan EFLA hefur unnið viðauka við fyrri hljóðskýrslu, sem kallast Hávaðadreifing frá Endurobraut, dagsettan 19. apríl 2014. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að tvær leiðir eru færar við gerð hljóðmana til þess að uppfylla 55 dB(A) markmiðið fyrir Hálönd. Ný Endurobraut uppfylli þannig kröfur reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 m.v. þær forsendur sem gefnar eru upp í skýrslunni.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um niðurstöður skýrslunnar og hvort hljóðstigið verði ásættanlegt fyrir aðliggjandi frístundasvæði í Hálöndum.
Umsögn heilbrigðiseftirlitsins barst 28. apríl 2014. Mælst er til að kannað verði hvort og hvernig bæta megi hljóðvist á svæðinu þannig að kröfu um hljóðstig undir 45 dB á frístundasvæði í Hálöndum verði fullnægt.

Frestað.

4.Tengir - framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðara

Málsnúmer 2014040120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2014 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Tengis ehf sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara um Akureyri. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna fyrirhugaðar lagnaleiðir.
Tómas B. Hauksson frá framkvæmdadeild kynnti úttekt deildarinnar á hvernig tekist hefur til með frágang fyrirtækisins vegna lagnaframkvæmda 2013.

Skipulagsnefnd þakkar Tómasi fyrir kynninguna.

Erindinu er frestað.

5.Rangárvellir-Kjarnaskógur - framkvæmdaleyfi breytinga á dreifikerfi Rarik

Málsnúmer 2014040218Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. apríl 2014 frá Árna Grétari Árnasyni þar sem hann f.h. Rarik ohf., kt.520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á dreifikerfi Rarik frá Rangárvöllum að og í Kjarnaskógi samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Um er að ræða eftirfarandi breytingar:
1) Lagningu jarðstrengs frá lóð Sólskóga að núverandi línu norðan við Hamra.
2) Að afleggja loftlínu frá Rangárvöllum að tengistað jarðstrengsins.
3) Að afleggja loftlínu, sem nú liggur yfir Kjarnaskóg, frá tengistað jarðstrengsins inn í land Hvamms.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við breytingar á dreifikerfi Rarik, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu taka mið af aðstæðum svæðisins og unnar þannig að jarðrask verði sem minnst. Samráð skal haft við framkvæmdadeild um endanlegan frágang jarðstrengsins, niðurif á línu og um yfirborðsfrágang eftir framkvæmdirnar.

6.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 10. apríl 2014. Lögð var fram fundargerð 488. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

7.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 16. apríl 2014. Lögð var fram fundargerð 489. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.