Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 88. fundur - 01.06.2011

Umræður um endurskoðun á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Fjölskyldustefnan var fyrst samþykkt í bæjarstjórn vorið 2002. Endurskoðuð útgáfa var samþykkt haustið 2005.

Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur sem verði falið að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna.

Bæjarráð - 3276. fundur - 23.06.2011

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 1. júní 2011:
Umræður um endurskoðun á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Fjölskyldustefnan var fyrst samþykkt í bæjarstjórn vorið 2002. Endurskoðuð útgáfa var samþykkt haustið 2005.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur sem verði falið að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna.

Bæjarráð felur samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna og leggja tillögu fyrir bæjarstjórn.

Samfélags- og mannréttindaráð - 90. fundur - 17.08.2011

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna og leggja tillögu fyrir bæjarstjórn.
Unnið að undirbúningi verkefnisins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 96. fundur - 02.11.2011

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundar kl. 17:20.

Umhverfisnefnd - 67. fundur - 08.11.2011

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní 2011 falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 2. nóvember 2011 að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Umhverfisnefnd tilnefnir Pál Steindór Steindórsson í vinnuhópinn.

Skipulagsnefnd - 126. fundur - 09.11.2011

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti 2. nóvember s.l. að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Skipulagsnefnd tilnefnir Edward Hákon Huijbens í vinnuhóp um endurskoðun á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð - 1134. fundur - 10.11.2011

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Félagsmálaráð tilnefnir Oktavíu Jóhannesdóttur sem sinn fulltrúa í endurskoðun fjölskyldustefnunnar.

Skólanefnd - 33. fundur - 21.11.2011

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Skólanefnd samþykkir að tilnefna Sigurveigu S. Bergsteinsdóttur formann skólanefndar í vinnuhópinn.

Íþróttaráð - 101. fundur - 24.11.2011

1. liður úr fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 2. nóvember 2011:
Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Íþróttaráð skipar Helgu Eymundsdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhópinn.

Framkvæmdaráð - 245. fundur - 20.01.2012

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní 2011 falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 2. nóvember 2011. að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Framkvæmdaráð tilnefnir Njál Trausta Friðbertsson í vinnuhóp um endurskoðun fjölskyldustefnu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 102. fundur - 15.02.2012

Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs 2. nóvember 2011 var samþykkt að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd. Borist hafa tilnefningar frá öllum nema stjórn Akureyrarstofu.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni vinnuhópsins og framkvæmdastjóra að boða til fyrsta fundar.

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Lagt var til að skólanefnd tilnefndi Önnu Sjöfn Jónasdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur.

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

Stjórn Akureyrarstofu - 115. fundur - 21.02.2012

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní 2011 falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson, sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Friðriksdóttir í vinnuhópinn.

Skólanefnd - 5. fundur - 05.03.2012

Anna Sjöfn Jónasdóttir fulltrúi skólanefndar í vinnuhópi um endurskoðun fjölskyldustefnu kynnti nokkur atriði á fundinum sem hópurinn er að skoða og óskaði eftir því að fá viðbrögð frá nefndarmönnum á næsta fundi skólanefndar.

Umhverfisnefnd - 71. fundur - 13.03.2012

Umræður um endurskoðun fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Páll Steindór Steindórsson fulltrúi umhverfisnefndar í vinnuhópi um endurskoðun fjölskyldustefnu kynnti vinnu hópsins.

Skólanefnd - 6. fundur - 19.03.2012

Jóhannes Gunnar Bjarnason og Kristlaug Þ. Svavarsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 15:55 og Vilborg Þórarinsdóttir kl. 16:07.

Á síðasta fundi skólanefndar var að ósk Önnu Sjafnar Jónasdóttur L-lista opnuð umræða innan skólanefndar um endurskoðun fjölskyldustefnunnar.
Á fundinum var haldið áfram að ræða málin frá ýmsum hliðum og komu margar hugmyndir fram, sem verða ræddar áfram.

Stjórn Akureyrarstofu - 118. fundur - 21.03.2012

Starfshópurinn sem vinnur að endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins hefur óskað eftir að nefndir og ráð bæjarins taki til umræðu hvort ástæða sé til að hafa sérstaka fjölskyldustefnu eins og verið hefur. Jafnframt er óskað eftir því að teknar verði saman upplýsingar um hvernig einstök verkefni í núverandi stefnu hafa gengið. Hildur Friðriksdóttir fulltrúi V-lista í stjórn Akureyrarstofu á sæti í starfshópnum og mun endurspegla þær skoðanir sem fram komu í stjórninni á þeim vettvangi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 104. fundur - 21.03.2012

Fulltrúar ráðsins í vinnuhópi um mat á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar fóru yfir þau verkefni sem eru á ábyrgð samfélags- og mannréttindaráðs. Einnig var rætt almennt um stöðu stefnunnar.
Tryggvi Þór Gunnarsson vék af fundi kl. 18:40.
Elías Gunnar Þorbjörnsson vék af fundi kl. 18:50.

Íþróttaráð - 107. fundur - 22.03.2012

Að ósk vinnuhóps um mat á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar var farið yfir þau verkefni sem eru á ábyrgð íþróttaráðs. Einnig var rætt almennt um stöðu stefnunnar.

Framkvæmdaráð - 250. fundur - 30.03.2012

Umræður um endurskoðun fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi framkvæmdaráðs í vinnuhópi um endurskoðun fjölskyldustefnu kynnti vinnu hópsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 105. fundur - 18.04.2012

Lagt fram minnisblað frá vinnuhópi sem falið var að leggja mat á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Í minnisblaðinu kemur fram hugmynd um breytta útfærslu.

Samfélags- og mannréttindaráð felur fulltrúum L-listans í ráðinu að bera þær hugmyndir sem fram koma í minnisblaðinu undir meirihlutann.

Samfélags- og mannréttindaráð - 106. fundur - 09.05.2012

Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs 18. apríl sl. var fulltrúum L-listans í ráðinu falið að bera undir meirihlutann hugmyndir sem fram koma í minnisblaði frá vinnuhópi um fjölskyldustefnu. Formaður og varaformaður ráðsins fóru yfir málið.

Samfélags- og mannréttindaráð felur vinnuhópi um mat á fjölskyldustefnu að móta formlega tillögu í samræmi við þær hugmyndir sem fram koma í minnisblaði hópsins.

Skólanefnd - 11. fundur - 04.06.2012

Umræður um endurskoðun fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Anna Sjöfn Jónasdóttir fulltrúi skólanefndar í vinnuhópi um endurskoðun fjölskyldustefnu kynnti vinnu hópsins.

Skólanefnd þakkar Önnu Sjöfn Jónasdóttur fyrir kynninguna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 109. fundur - 27.06.2012

Lögð fram tillaga frá vinnuhópi um mat á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillögu vinnuhópsins og vísar henni til bæjarstjórnar í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs 23. júní 2011.

Bæjarstjórn - 3325. fundur - 04.09.2012

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 27. júní 2012:
Lögð fram tillaga frá vinnuhópi um mat á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillögu vinnuhópsins og vísar henni til bæjarstjórnar í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs 23. júní 2011.

Fram kom tillaga frá Hlín Bolladóttur L-lista um að bæjarráð hafi yfirumsjón með verkefninu.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 122. fundur - 06.03.2013

Lagt fram bréf dags. 20. febrúar 2013 frá velferðarvaktinni þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér fjölskyldustefnu.

Vinnuhópur hefur nýlega lokið endurskoðun á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Niðurstaðan var sú að verkefnum fjölskyldustefnunnar skuli fléttað inn í velferðarstefnu sem nú er í mótun ásamt því sem mótuð verði íbúastefna sem verði regnhlífarstefna bæjaryfirvalda.