- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fyrir fjölmiðla
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Auglýst störf og sumarstörf
Bæjarráð felur samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna og leggja tillögu fyrir bæjarstjórn.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd tilnefnir Pál Steindór Steindórsson í vinnuhópinn.
Skipulagsnefnd tilnefnir Edward Hákon Huijbens í vinnuhóp um endurskoðun á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Félagsmálaráð tilnefnir Oktavíu Jóhannesdóttur sem sinn fulltrúa í endurskoðun fjölskyldustefnunnar.
Skólanefnd samþykkir að tilnefna Sigurveigu S. Bergsteinsdóttur formann skólanefndar í vinnuhópinn.
Íþróttaráð skipar Helgu Eymundsdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhópinn.
Framkvæmdaráð tilnefnir Njál Trausta Friðbertsson í vinnuhóp um endurskoðun fjölskyldustefnu.
Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni vinnuhópsins og framkvæmdastjóra að boða til fyrsta fundar.
Skólanefnd samþykkir tillöguna.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Friðriksdóttir í vinnuhópinn.
Samfélags- og mannréttindaráð felur fulltrúum L-listans í ráðinu að bera þær hugmyndir sem fram koma í minnisblaðinu undir meirihlutann.
Samfélags- og mannréttindaráð felur vinnuhópi um mat á fjölskyldustefnu að móta formlega tillögu í samræmi við þær hugmyndir sem fram koma í minnisblaði hópsins.
Skólanefnd þakkar Önnu Sjöfn Jónasdóttur fyrir kynninguna.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillögu vinnuhópsins og vísar henni til bæjarstjórnar í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs 23. júní 2011.
Fram kom tillaga frá Hlín Bolladóttur L-lista um að bæjarráð hafi yfirumsjón með verkefninu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.
Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.
Vinnuhópur hefur nýlega lokið endurskoðun á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Niðurstaðan var sú að verkefnum fjölskyldustefnunnar skuli fléttað inn í velferðarstefnu sem nú er í mótun ásamt því sem mótuð verði íbúastefna sem verði regnhlífarstefna bæjaryfirvalda.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur sem verði falið að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna.