Stjórn Akureyrarstofu

115. fundur 21. febrúar 2012 kl. 16:00 - 19:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

Málsnúmer 2011010071Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á endurskoðun starfsáætlunarinnar þar sem farið var yfir helstu markmið og verkefni hennar.
Stjórnin er sammála um þau leiðarljós, meginmarkmið og leiðir sem fram koma í áætluninni eins og hún er nú en felur framkvæmdastjóra að ljúka kostnaðarmati og tímaáætlunum fyrir næsta fund stjórnarinnar áður en til endanlegrar samþykktar kemur.

2.Akureyrarstofa - rekstraryfirlit 2011

Málsnúmer 2011040139Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu fór yfir rekstraryfirlit fyrir árið 2011. Ljóst er að rekstur málaflokka Akureyrarstofu hefur ekki staðist fjárhagsáætlun að öllu leyti. Í menningarmálum brást tekjuáætlun Amtsbókasafnsins bæði vegna samdráttar í útleigu og vegna þaks sem Alþingi setti á sektargreiðslur. Áætlun og rekstur safnsins fyrir árið 2012 hefur verið aðlöguð að þessum nýja veruleika. Styrkjaáætlun gekk ekki eftir á Listasumri og þá fór framkvæmd Akureyrarvöku fram úr áætlun og þar þarf að stilla saman væntingar um umfang hátíðarhaldanna og þær fjárheimildir sem ætlaðar eru til þeirra. Að lokum voru nokkrar skekkjur í áætlun um leigugreiðslur til Fasteigna Akureyrarbæjar. Samtals voru frávik upp á um 9,5 mkr. eða 2% umfram áætlun.
Í atvinnumálum var stærsta einstaka frávikið í rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar upp á um 3,9 mkr. og skýrist fyrst og fremst af mun minni tekjum miðstöðvarinnar eftir flutning í Hof, en áætlun og rekstur miðstöðvarinnar fyrir árið 2012 hafa verið aðlagaðar að nýjum veruleika. Hins vegar þarf að meta hvað teljist eðlilegt framlag Akureyrarbæjar til rekstursins en hún er rekin skv. samningi við Ferðamálastofu. Þá var ekki áætlað fyrir styrk bæjarráðs til Flugklasa á vegum Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi eystra og var frávikið þar 2 mkr. Samtals var frávikið í atvinnumálum upp á um 5,7 mkr. eða 7% yfir áætlun.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar framkvæmdastjóra Akureyrarstofu yfirferðina og brýnir fyrir stjórnendum í málaflokkunum að halda fast um pyngjuna á yfirstandandi rekstrarári.

3.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní 2011 falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson, sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Friðriksdóttir í vinnuhópinn.

4.Kvennakór Akureyrar - umsókn um nýjan samning

Málsnúmer 2012010388Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags 31. janúar 2012 frá Soffíu Pétursdóttur f.h. Kvennakórs Akureyrar þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings um stuðning við kórinn til næstu þriggja ára. Óskað er eftir að framlög til kórsins verði hækkuð til samræmis við framlög til Karlakórs Akureyrar-Geysis, en framlög til hans hafa verið kr. 500.000 árlega síðustu ár, en kr. 300.000 til Kvennakórsins.

 Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að koma með tillögu um styrk til Kvennakórsins þar sem jafnræði kóranna er haft að leiðarljósi.

5.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskaði eftir því að fundargerðir verkefnisstjórnarinnar berist reglulega til stjórnar Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela framkvæmdastjóra að fylgja þessari ósk eftir og jafnframt að sjá til þess að fundargerðir verkefnisstjórnarinnar verði birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 19:00.