Skólanefnd

11. fundur 04. júní 2012 kl. 14:00 - 15:34 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður María Hammer varaformaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Birna Óladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valur Sæmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Karl Frímannsson sat fundinn sem gestur.

1.Tónlistarskólinn á Akureyri - gjaldskrá og innheimtumál

Málsnúmer 2012050028Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu skólastjórnendur Tónlistarskólans á Akureyri, Hjörleifur Örn Jónsson og Kolbrún Jónsdóttir, samanber bókun á síðasta fundi skólanefndar og færðu frekari rökstuðning fyrir tillögu sinni um breytingar á gjaldskrá skólans.

Skólanefnd samþykkir að vísa tillögunni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2013 og þá fari einnig fram umræða um grundvallarforsendur gjaldskrár Tónlistarskólans á Akureyri.

2.Tónlistarskólinn á Akureyri - skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2012050027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar tillögur að viðmiðunarreglum vegna nemenda sem fá að stunda nám á tvö hljóðfæri, samanber bókun skólanefndar á fundi þann 4. maí sl.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

3.Sameinaður leikskóli - Pálmholt og Flúðir

Málsnúmer 2012050019Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga fræðslustjóra um að ráða Ernu Rós Ingvarsdóttur í starf leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla Flúða og Pálmholts. Erna Rós mætti í ítarlegt viðtal með fræðslustjóra, leikskólafulltrúa og kjörnum fulltrúum í skólanefnd miðvikudaginn 30. maí sl.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

4.Leikskólinn Síðusel - Holtakot

Málsnúmer 2012060010Vakta málsnúmer

Í samræmi við samþykkt skólanefndar og bæjarstjórnar um stjórnkerfisbreytingar í skólum Akureyrarbæjar frá því fyrr á þessu ári verða leikskólarnir Síðusel og Holtakot sameinaðir undir eina stjórn þar sem Sigríður Gísladóttir leikskólastjóri Holtakots hefur ákveðið að láta af störfum. Samkomulag hefur náðst við Snjólaugu Pálsdóttur leikskólastjóra í Síðuseli um að verða skólastjóri og þær Guðrúnu Hafdísi Óðinsdóttur og Sólrúnu Eyfjörð Torfadóttur um að verða aðstoðarskólastjórar, en þær hafa setið í þeirri stöðu í sitt hvorum skólanum til þessa.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Umræður um endurskoðun fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Anna Sjöfn Jónasdóttir fulltrúi skólanefndar í vinnuhópi um endurskoðun fjölskyldustefnu kynnti vinnu hópsins.

Skólanefnd þakkar Önnu Sjöfn Jónasdóttur fyrir kynninguna.

6.Hlíðarskóli - umræður um stöðu skólans

Málsnúmer 2012060003Vakta málsnúmer

Erindi dags. 22. apríl 2012 frá Bryndísi Valgarðsdóttur skólastjóra í Hlíðarskóla, þar sem reifuð er saga skólans, staða hans í dag dregin upp og óskað eftir viðræðum um svigrúm skólans til áframhaldandi þróunar og hvað gera beri í ljósi þróunar síðustu missera í eftirspurn eftir skólavist og þá einnig með hliðsjón af húsnæði og þróun þess.

Skólanefnd felur fræðslustjóra í samráði við skólastjóra Hlíðarskóla, að greina betur þarfir skólans fyrir breytingar á aðstöðu og viðbætur með hliðsjón af óskum sem fram koma í erindinu.

7.Móttaka innflytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012050018Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga um að staða ráðgjafa sem fjallað er um í skýrslu sem lögð var fyrir síðasta fund, verði staðsett á skóladeild. Tillagan kemur fram í kjölfar umræðna á fundi með skólastjórum grunnskólanna.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

8.Skólaakstur í grunnskóla

Málsnúmer 2012010250Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð tilboð í skólaakstur fyrir grunnskóla Akureyrar en tilboðin voru opnuð miðvikudaginn 30. maí sl.

Skólanefnd samþykkir samhljóða að fela fræðslustjóra og bæjarstjóra að ganga frá málinu með hliðsjón af umræðum á fundinum og áliti lögfræðinga þegar það liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 15:34.