Umhverfisnefnd

71. fundur 13. mars 2012 kl. 16:15 - 17:05 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindór Steindórsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Umræður um endurskoðun fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Páll Steindór Steindórsson fulltrúi umhverfisnefndar í vinnuhópi um endurskoðun fjölskyldustefnu kynnti vinnu hópsins.

2.Loftslagsráðstefna í Västerås - 2012

Málsnúmer 2012010084Vakta málsnúmer

Umræður um væntanlega loftslagsráðstefnu í Västerås, vinabæ Akureyrar, nú í sumar.

3.Umhverfisráðuneytið - frumvarp til breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2012030062Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið óskar eftir athugasemdum við breytingar á frumvarpinu.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Frumvarpið má sjá á slóðinni: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Frumvarp-til-breytinga-a-logum-um-urgang.pdf

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

4.Ársfundur Umhverfisstofnunar 2012

Málsnúmer 2012030061Vakta málsnúmer

Ákveðið er að ársfundur umhverfisstofnunar verði haldinn á Grand hóteli í Reykjavík þann 30. mars 2012. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:05.