Bæjarstjórn

3325. fundur 04. september 2012 kl. 16:00 - 16:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Logi Már Einarsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um skipan aðal- og varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar:
Ólafur Jónsson tekur sæti aðalmanns í stað Hermanns Jóns Tómassonar og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir tekur sæti varamanns í stað Loga Más Einarssonar.

Einnig lögð fram eftirfarandi tillaga S-lista um skipan aðal- og varamanns á aðalfund Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum:
Logi Már Einarsson tekur sæti aðalmanns í stað Hermanns Jóns Tómassonar og Ragnar Sverrisson tekur sæti varamanns í stað Loga Más Einarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012080015Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna umferðartengingar milli Dalsbrautar og KA-svæðisins annarsvegar og Lundarskóla hinsvegar hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrennis ásamt greinargerð dags. 22. ágúst 2012 sem unnin er af X2 hönnun - skipulagi ehf ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf.
Einnig fylgir húsakönnun dags. 1. desember 2011 og hljóðskýrsla dags. 22. júní 2011.
Tillaga er einnig gerð um breytingu á deiliskipulagi syðri hluta Dalsbrautar vegna lengingar hljóðmana samhliða Dalsbraut.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

3.Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012050138Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dags. 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að Skólastígur verði breikkaður um 2 m til vesturs og beygjuradíus inn í Hrafnagilsstræti að vestan verði aukinn og leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Drottningarbraut, Siglingaklúbburinn Nökkvi - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulagsins Höepfnersbryggja - Siglingaklúbburinn Nökkvi var auglýst þann 27. júní og var athugasemdafrestur til 9. ágúst 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær athugasemdir bárust.
1) Framkvæmdadeild Akureyrar, dags. 8. ágúst 2012.
Óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirtalinna fráveitulagna:
a) úr tjörninni og út í Pollinn.
b) lögn frá læknum úr Lækjargili sem veitt er út í Pollinn sunnan Nökkva.
c) ofanfrávatnslögn frá Leirunesti í Pollinn.
2) Kristján Eldjárn og Helga Nóadóttir, Örkinni hans Nóa, dags. 25. júlí 2012.
a) Gerð er athugsemd við staðsetningu bílastæða. Þau telja æskilegra að gera minni landfyllingu í norður en meiri í suður og snúa stæðunum í austur/vestur.
Í innsendu bréfi frá Vegagerðinni, dags. 11. júlí 2012 kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Fullt samráð skal haft við framkvæmdadeild um hugsanlegar breytingar á fráveitulögnun í tengslum við framkvæmdir innan deiliskipulagsins.
Uppfylling þyrfti að vera mun meiri ef stæðum er snúið í austur/vestur sem kallar á umframkostnað. Einnig verður leitast við að hæðarsetja bílastæði eins neðarlega og mögulegt er þannig að sýnileiki minnki frá Aðalstræti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Stórholt og Lyngholt - deiliskipulag

Málsnúmer 2012020150Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Deiliskipulag Stórholts og Lyngholts var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Ein athugasemd barst.
1) Norðurorka, dags. 29. júní 2012.
Óskað er eftir að stígur milli Stórholts 1 og 3 sé hafður utan lóðar vegna stofnstrengja rafmagns sem í honum liggja. Til vara er óskað eftir að kvaðir verði á stígnum um lagnaleiðir veitna.
Í bréfi frá hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis dags. 23. júlí 2012 kemur fram að hverfisnefnd gerir ekki athugsemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemdarinnar um kvöð um lagnir innan lóðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Fram kom tillaga um að vísa deiliskipulagstillögunni aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011080088Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Deiliskipulagsbreyting á tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir að kvöð um göngustíg yfir lóð Þórunnarstrætis 99 verði óbreytt og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 27. júní 2012:
Lögð fram tillaga frá vinnuhópi um mat á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillögu vinnuhópsins og vísar henni til bæjarstjórnar í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs 23. júní 2011.

Fram kom tillaga frá Hlín Bolladóttur L-lista um að bæjarráð hafi yfirumsjón með verkefninu.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 28. júní, 5. og 19. júlí, 2., 16. og 23. ágúst 2012
Skipulagsnefnd 27. júní, 25. júlí og 22. ágúst 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 20. og 27. júní, 2., 11., 18. og 26. júlí, 1., 15. og 22. ágúst 2012
Framkvæmdaráð 20. júlí og

Fundi slitið - kl. 16:40.