Framkvæmdaráð

245. fundur 20. janúar 2012 kl. 12:00 - 13:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Helgi Snæbjarnarson
 • Sigríður María Hammer
 • Ólafur Jónsson
 • Sigfús Arnar Karlsson
 • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
 • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
 • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
 • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 2012010262Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur lagði fram til kynningar og umræðu tímaramma og drög að magnskjali vegna vinnu við þriggja ára áætlun framkvæmdaráðs vegna reksturs, fjárfestinga og framkvæmda.

2.Dalsbraut - tilkynning um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2011120068Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir því með bréfi dags. 21. desember 2011 að Akureyrarbær gefi umsögn um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut skuli háðar mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr reglugerðar nr. 106/2000 m.s.b. um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur lagði fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands og Umhverfisstofnunar þar sem fram kemur að þær telja ekki þörf á því að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Einnig lagði hann fram minnisblað frá Eflu Verkfræðistofu og Verkfræðistofu Norðurlands ehf, dags. 20. janúar 2012, þar sem kannaðir eru möguleikar á undirgöngum undir Dalsbraut í stað gangbrautarljósa (sjá umsögn Umhverfisstofnunar um umferðaröryggi). Niðurstaðan er sú að miðað við umferðarmagn, hraða umferðar og fjölda gangandi sé ekki þörf á undirgöngum.

Meirihluti Framkvæmdaráðs er sammála þessum niðurstöðum og telur jafnframt að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sigfús Karlsson fulltrúi B-lista og Ólafur Jónsson fulltrúi D-lista greiddu atkvæði á móti afgreiðslu málsins.

3.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní 2011 falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 2. nóvember 2011. að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Framkvæmdaráð tilnefnir Njál Trausta Friðbertsson, kt. 311269-4459, í vinnuhóp um endurskoðun fjölskyldustefnu.

4.Kattahald - gjaldskrá og skráningartímabil

Málsnúmer 2011120087Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14. desember 2011 frá Ragnheiði Gunnarsdóttur þar sem eindregið er hvatt til þess að gjaldskrá fyrir kattahald verði endurskoðuð. Einnig er hvatt til þess að skráningartímabil katta verði framlengt.

Frestað.

5.Verkís hf - upplýst tré í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2012010074Vakta málsnúmer

Erindi (ódags.) þar sem Verkís óskar eftir að gefa Akureyrarbæ lýsingu og lýsingarbúnað til að lýsa upp eitt tré í bænum í tilefni 80 ára afmælis verkfræðistofunnar.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur stafsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 13:20.