Íþróttaráð

101. fundur 24. nóvember 2011 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Helga Eymundsdóttir
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristinn H. Svanbergsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Katrín Björk Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynnti samantekt á svörum við spurningalista sem sendur var íþróttafélögunum KA og Þór sem liður í tilraunaverkefni um kynjasamþættingu.

Íþróttaráð þakkar Katrínu fyrir góða kynningu.

2.Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2011110058Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Gunnlaugur V. Guðmundsson umsjónarmaður félagsmiðstöðva mættu á fundinni og kynntu málefni Hjólabrettafélags Akureyrar, mögulegt samstarf við félagsmiðstöðvar og æfingaaðstöðu innandyra með eftirliti.

Íþróttaráð fagnar frumkvæði og áhuga Hjólabrettafélags Akureyrar á að koma upp inniaðstöðu fyrir starfsemi sína.

Íþróttaráð telur mikilvægt að slík starfsemi yrði undir umsjón félagsmiðstöðva samfélags- og mannréttindadeildar.

Íþróttaráð óskar eftir því að samfélags- og mannréttindadeild leggi fram sem fyrst frekari hugmyndir um rekstur og uppbyggingu á ofangreindri inniaðstöðu.

3.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

1. liður úr fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 2. nóvember 2011:
Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Íþróttaráð skipar Helgu Eymundsdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhópinn.

Fundi slitið - kl. 16:00.