Glerárvirkjun II - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg

Málsnúmer 2018110005

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Erindi dagsett 29. október 2018 þar sem Bergur Steingrímsson hjá Eflu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg milli stöðvarhúss og stíflu Glerárvirkjunar II. Meðfylgjandi eru uppdrættir og fleira.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð er framkvæmdin ekki að öllu leyti í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um framkvæmdaleyfi. Forsenda leyfisveitingar í samræmi við erindið er að gerð verði breyting á skipulagi á hluta svæðisins.

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Erindi dagsett 4. desember 2018 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu verkfræðistofu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gefið verði út framkvæmdaleyfi.

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. desember 2018:

Erindi dagsett 4. desember 2018 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu verkfræðistofu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við göngustíg frá Hlíðarbraut að stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gefið verði út framkvæmdaleyfi.

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.