Lagt fram minnisblað dagsett 4. september 2018 vegna gjaldskrárbreytingar bifreiðaförgunar, hundaleyfis, kattaleyfis, búfjárleyfis, sorphreinsunargjalda, fastleigustæða og stöðubrota, leigulanda, múrbrots og malbiksbrots.
Lagt fram minnisblað dagsett 19. september 2018 vegna gjaldskrárbreytingar hundaleyfis, kattaleyfis, búfjárleyfis, sorphreinsunargjalda, fastleigustæða og stöðubrota, leigulanda, múrbrots og malbiksbrots.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Lagðar fyrir ráðið til samþykktar gjaldskrár Umhverfismiðstöðvar, malbikunarstöðvar og ræktunarstöðvar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs um útselda þjónustu innan bæjarkerfisins með 5 samhljóða atkvæðum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að allar gjaldskrár liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni.