Umhverfis- og mannvirkjasvið gjaldskrár 2019

Málsnúmer 2018090053

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 39. fundur - 07.09.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 4. september 2018 vegna gjaldskrárbreytingar bifreiðaförgunar, hundaleyfis, kattaleyfis, búfjárleyfis, sorphreinsunargjalda, fastleigustæða og stöðubrota, leigulanda, múrbrots og malbiksbrots.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 40. fundur - 21.09.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 19. september 2018 vegna gjaldskrárbreytingar hundaleyfis, kattaleyfis, búfjárleyfis, sorphreinsunargjalda, fastleigustæða og stöðubrota, leigulanda, múrbrots og malbiksbrots.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Akureyrarkaupstað 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. janúar 2019:

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Akureyrarkaupstað 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Andri Teitsson tók til máls og fór yfir efni gjaldskrárinnar.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Lagðar fyrir ráðið til samþykktar gjaldskrár Umhverfismiðstöðvar, malbikunarstöðvar og ræktunarstöðvar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár.

Bæjarráð - 3642. fundur - 13.06.2019

Lagðar fyrir ráðið til samþykktar gjaldskrár Umhverfismiðstöðvar, malbikunarstöðvar og ræktunarstöðvar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs um útselda þjónustu innan bæjarkerfisins með 5 samhljóða atkvæðum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að allar gjaldskrár liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni.