Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018100368

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Erindi dagsett 25. október 2018 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sendir inn fyrirspurn varðandi ákvæði deiliskipulags um byggingarefni fyrirhugaðs hótels við Hafnarstræti 67-69. Í deiliskipulaginu kemur fram að nýbyggingin skuli vera steinsteypt á fjórum hæðum með risþaki en í erindinu er óskað eftir að heimilt verði að byggja húsið úr léttu efni að hluta. Fram kemur að þessi breyting muni ekki hafa áhrif á útlit hússins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í þessa veru sem nái einnig til annarra húsa í húsaröðinni.

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, sem nær til húsaraðar vestan Hafnarstrætis eða lóða 67-79. Er breytingin lögð fram í kjölfar afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 31. október sl. Í breytingunni felst að ekki verður gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteypt hús að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttu burðarefni. Nýbyggingar skulu þó taka mið af yfirbragði byggðarinnar hvað varðar stærðir og hlutföll, form og efnisval.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að hún verði kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum innan þess svæðis sem verið er að breyta.

Þá skal einnig leita umsagnar Minjastofnunar og skipulagshönnuðar upphaflegrar deiliskipulagsáætlunar.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. desember 2018:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, sem nær til húsaraðar vestan Hafnarstrætis eða lóða 67-79. Er breytingin lögð fram í kjölfar afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 31. október sl. Í breytingunni felst að ekki verður gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteypt hús að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttu burðarefni. Nýbyggingar skulu þó taka mið af yfirbragði byggðarinnar hvað varðar stærðir og hlutföll, form og efnisval.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að hún verði kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum innan þess svæðis sem verið er að breyta.

Þá skal einnig leita umsagnar Minjastofnunar og skipulagshönnuðar upphaflegrar deiliskipulagsáætlunar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits sem nær til Hafnarstrætis 67-79, húsaraðar vestan götu. Í tillögunni felst breyting á skilmálum þannig að ekki er gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteyptar að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttbyggðu burðarefni. Gilda þessi skilmálar einnig um breytingar og endurbætur núverandi húsa í húsaröðinni.

Var tillagan auglýst 30. janúar 2019 með athugasemdafresti til 13. mars 2019. Tillagan var send Minjastofnun og Árna Ólafssyni skipulagsráðgjafa til umsagnar auk þess sem eigendum nærliggjandi lóða var send tilkynning um auglýsingu tillögunnar.

Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Árna Ólafssyni skipulagsráðgjafa en engar athugasemdir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að útbúa drög að svörum við umsögnum.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits sem nær til Hafnarstrætis 67-79, húsaraðar vestan götu. Í tillögunni felst breyting á skilmálum þannig að ekki er gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteyptar að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttbyggðu burðarefni. Gilda þessir skilmálar einnig um breytingar og endurbætur núverandi húsa í húsaröðinni. Var tillagan auglýst 30. janúar 2019 með athugasemdafresti til 13. mars 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Árna Ólafssyni skipulagsráðgjafa en engar athugasemdir. Þá er lögð fram umsögn sviðsstjóra skipulagssviðs um efnisatriði umsagna.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að hún nái eingöngu til lóðar 67-69. Er skipulagssviði falið að ganga frá gildistöku breytingarinnar.

Bæjarstjórn - 3454. fundur - 07.05.2019

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2019:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits sem nær til Hafnarstrætis 67-79, húsaraðar vestan götu. Í tillögunni felst breyting á skilmálum þannig að ekki er gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteyptar að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttbyggðu burðarefni. Gilda þessir skilmálar einnig um breytingar og endurbætur núverandi húsa í húsaröðinni. Var tillagan auglýst 30. janúar 2019 með athugasemdafresti til 13. mars 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Árna Ólafssyni skipulagsráðgjafa en engar athugasemdir. Þá er lögð fram umsögn sviðsstjóra skipulagssviðs um efnisatriði umsagna.

Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að hún nái eingöngu til lóðar 67-69. Er skipulagssviði falið að ganga frá gildistöku breytingarinnar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með 11 samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að hún nái eingöngu til lóðar 67-69. Jafnframt er skipulagssviði falið að ganga frá gildistöku breytingarinnar.