Deiliskipulagsbreytingar - niðurstaða bæjarstjórnar

Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Svæðið sem breytingum tekur nær til hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir afmörkun og fjölgun lóða, skilgreiningu á fyrirkomulagi gatna, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta.

Tillagan var auglýst frá 22. febrúar til 5. apríl 2017. Athugasemdir bárust sem leiddu til þeirrar breytingar að nokkrum heitum og númerum á lóðum var breytt.

Skilgreind verður lóð fyrir tjaldsvæði við Austurveg 4, heimilað að fjarlægja núverandi skúrbyggingu á lóðinni og skilgreindur byggingarreitur fyrir þjónustuhús. Gert er ráð fyrir sjósundssvæði, með m.a. heitum pottum, við sjóvarnargarðinn á móts við tjaldsvæðið.

Bætt er við göngustíg á milli tjaldsvæðis og Sæborgar við Austurveg til að tengja sjósundsvæði betur við íþróttamiðstöð og sundlaug Hríseyjar.

Bætt er við kvöð á lóð við Austurveg 6 (Sæborg) um aðgengi að tjaldsvæði við Austurveg 4.

Bætt er við lóð fyrir núverandi geymsluhús við Sjávargötu og verður lóðin við Sjávargötu 3.

Gert er ráð fyrir móttöku á ýmsum úrgangi sem fellur til á eyjunni á lóð við Hafnargötu 2. Á lóðinni er gert ráð fyrir lítilli starfsmannabyggingu og því er bætt við byggingarreit og skilmálum fyrir bygginguna.

Bætt er við upplýsingum um friðuð hús á uppdráttinn.

Bætt er við núverandi fráveitulögnum á uppdráttinn.

 

Hafnarstræti 26 - deiliskipulagsbreyting

Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til Hafnarstrætis 26 og 32. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu þriggja fjölbýlishúsa á lóðinni Hafnarstræti 26.

Tillagan var auglýst frá 24. maí til 5. júlí 2017. Athugasemd barst sem leiddi til þeirrar breytingar að bílastæðum var fjölgað á lóðinni Hafnarstræti 32.

Deiliskipulagstillögurnar verða sendar til Skipulagsstofnunar og taka þær gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

 

17. júlí 2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan