Fleiri bílastæði í miðbænum

Húsið að Gránufélagsgötu 7 var rifið nýverið með það fyrir augum að fjölga bílastæðum á miðbæjarsvæðinu. Í miðbæjarskipulagi frá árinu 1981 var þá þegar gert ráð fyrir að húsið viki fyrir bílastæðum og svo er einnig í miðbæjarskipulaginu frá 2014 sem sjá má í viðhengi með fréttinni.

Lóðin er í eigu Akureyrarbæjar en bærinn keypti húsið af Íslandsbanka árið 2015. Húsið var byggt árið 1912 af Ingvari Ingvarssyni og stóð þá á horni Gránufélagsgötu og Túngötu sem nú er aflögð. Skúrinn sem var á lóðinni var byggður árið árið 1929.

Í húsakönnun frá árinu 2011 segir meðal annars: "Húsið er tvílyft steinsteypt hús en hönnuður hússins er ókunnur. Húsið er svo til óbreytt frá upprunalegri gerð. Hefur ekkert sérstakt umhverfisgildi en húsið stendur stakt við Gránufélagsgötu og því tilheyrir götumynd þess frekar Laxagötu, þrátt fyrir að gafl hússins snúi að Laxagötu. Ekki er talið er að varðveislugildi hússins sé mikið og heldur ekki hluti þess í götumynd Gránufélagsgötu eða Laxagötu."

Miðbæjardeiliskipulag frá 2014.

Húsakönnunin frá 2011.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan