Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar

Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français, kanadíska sendiráðið og Borgarbíó, kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 28. janúar - 3. febrúar á Akureyri.

Myndirnar sem sýndar verða á Akureyri eru 5 talsins, þar á meðal opnunarmynd hátíðarinnar Elle og teiknimyndin Phantom Boy. Eins og áður er fjölbreytnin í fyrirrúmi, svo að allir ættu að finna mynd við sitt hæfi. Allar eru myndirnar með enskum texta, nema teiknimyndin sem er með íslenskum texta.

Opnunarmynd hátíðarinnar er nýjasta kvikmynd Pauls Verhoevens, Elle (2016). Myndin er sálfræðitryllir af bestu gerð. Hún var opinbert val á Cannes kvikmyndahátíðinni 2016. Aðalleikkona myndarinnar, Isabelle Huppert fer afar vel með hlutverk sitt í myndinni og hefur nú þegar hlotið fern verðlaun fyrir leik sinn, meðal annars Gotham verðlaunin í New York. Núna síðast hreppti myndin Golden Globe verðlaunin fyrir bestu erlendu myndina og bestu leikkonu í dramaflokki sem og Critics’ Choice verðlaun fyrir bestu erlendu mynd.

Aðrar myndir sem sýndar verða á Akureyri eru Stór í sniðum (Un homme à la hauteur), Með höfuðið hátt (La tête haute), Hvorki himinn né jörð (Ni le ciel, ni la terre) og teiknimyndin Huldudrengurinn (Phantom boy).

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á https://www.smarabio.is/fff og Facebook síðu hátíðarinnar: https://www.facebook.com/franskabio/ 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan