Sameining dagþjálfunar - Víðilundar og ÖA

Málsnúmer 2017020067

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Í byrjun janúar 2016 hófst rekstur á sameinaðri dagþjálfun með rými fyrir 35 einstaklinga á dag hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Starfsemin var áður dagþjónustan í Víðilundi fyrir 15 manns og dagþjónusta í Hlíð fyrir 20 manns.

Friðný B. Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu sem mætti á fundinn undir þessum lið og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynntu minnisblað varðandi sameiningarferlið.

Þessa breytingu og breytingaferlið, undirbúningur og framkvæmd hefur gengið afar vel. Af því tilefni hefur framkvæmdastjóri þakkað starfsfólki dagþjálfunar og öðrum sem aðstoðuðu við verkefnið, fyrir þeirra hlut í umfangsmiklum breytingum og vel unnin störf.

Sameiningin hefur skilað fjárhagslegum ávinningi og hagræði fyrir Akureyrarkaupstað. Jafnframt hefur sameiningin styrkt og eflt starfsemina í heild og er áherslubreytingin "úr þjónustu í þjálfun" skýrt dæmi um það.