Smáhýsaúrræði vegna einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016120134

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1242. fundur - 21.12.2016

Lagt fram minnisblað um mögulega staðsetningu smáhýsa fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti velferðarráðs samþykkir tillögu að tímabundinni staðsetningu smáhýsa með því skilyrði að svæðið verði fegrað og aðgengi bætt.

Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeildar er falið að sækja um lóðina til skipulagsnefndar.Valur Sæmundsson V-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra búsetusviðs og fjölskyldusviðs, um þörf fyrir búsetuúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda, sem rekast illa í fjölbýli.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetusviðs og Karolína Gunnarsdóttir þjónustustjóri skrifstofu fjölskyldusviðs mættu á fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð ítrekar fyrri niðurstöðu um nauðsyn þess að byggja smáhýsi og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs til frekari úrvinnslu.

Velferðarráð - 1263. fundur - 18.10.2017

Rætt um úrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1267. fundur - 06.12.2017

Umræða var um staðsetningu húsnæðisúrræða einstaklinga með fjölþættan vanda.

Sviðsstjórum fjölskyldusviðs og búsetusviðs falið að uppfæra minnisblað til skipulagsráðs.