Þjónandi leiðsögn - innleiðingarferli og útgáfa

Málsnúmer 2017020066

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs kynntu drög að kynningarriti um þjónandi leiðsögn.

Undirbúningur, þýðingar og textagerð vegna útgáfu kynningarritsins hefur verið í vinnslu samhliða vinnu við alþjóðlegu ráðstefnuna á síðasta ári. Upphaflega átti ritið að vera tilbúið fyrir ráðstefnuna í september 2016 en er nú á lokastigi. Útgáfan er fjármögnuð með auglýsingum og verður ritinu dreift til íslenskra þátttakenda, þeirra sem sóttu ráðstefnuna. Markmið útgáfunnar er að fyrir liggi handhægt fræðsluefni á íslensku fyrir starfsfólk, notendur búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar. Ritið mun einnig nýtast í kynningar- og fræðslustarfi beggja sviða.

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetusviðs lögðu fram og afhentu fulltrúum í velferðarráði ný útkomið kynningar- og fræðslurit um þjónandi leiðsögn.

Ritið hefur verið í vinnslu síðan í byrjun árs 2016 og var upphaflega áætlað að það kæmi út samhliða alþjóðlegri ráðstefnu sem var á Akureyri í september 2016.

Kynningar- og fræðsluritið verður sent til þátttakenda ráðstefnunnar, velferðarráðuneytis og sveitarfélaga. Ráðgert er að nota ritið í fræðslu og við innleiðingu þjónandi leiðsagnar.
Velferðarráð fagnar útgáfu kynningar- og fræðsluritsins Þjónandi leiðsögn og felur framkvæmdastjórum og sviðsstjórum að færa starfsfólki sem vann að verkefninu sérstakar þakkir fyrir frumkvæði og vinnu við útgáfuna.