Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstur

Málsnúmer 2015010160

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3444. fundur - 15.01.2015

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Sigríður Huld Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir stöðu rekstrar.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Karl Guðmundsson verkefnastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.

Velferðarráð - 1223. fundur - 03.02.2016

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Halldór Guðmundsson, kynnti hugmyndir og áform um að draga úr starfsemi ÖA yfir sumartíma, s.s. að draga tímabundið úr opnum rýmum vegna hvíldardvala og fullnýta ekki dagþjálfunarrými. Slíkar aðgerðir sem stæðu yfir í 5 vikur sumarið 2016, geta dregið úr launakostnaði vegna sumarafleysinga. Til að halda fullri nýtingu rýma á ársgrunni, mun þurfa að auka nýtinguna (yfirbóka) aðra mánuði ársins. Fjárhagslegur sparnaður gæti numið 2-2,5 millj. kr. en ókostirnir eru óvissa um hvaða áhrif slík aðgerð hefur á notendur, aðstandendur og aðra þætti þjónustukeðjunnar fyrir eldra fólk s.s. heimaþjónustu Akureyrarbæjar.

Ákvörðun um aðgerðir sem þessar þarf að taka núna vegna auglýsinga og ráðninga sumarafleysingafólks.
Velferðarráð óskar eftir að Öldrunarheimili Akureyrarbæjar fari í viðræður við búsetudeild Akureyrarbæjar, fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sjúkrahússins á Akureyri vegna fjölda rýma hvíldar- og skammtímainnlagna yfir sumartímann.

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Lögð fram drög að samantekt um rekstur ÖA eftir fyrstu sex mánuði 2016, sem unnin er af rekstrarstjóra ÖA, Lúðvík Frey Sæmundssyni. Samantektin er hluti af frekari upplýsingamiðlun um rekstur heimilanna og verður dreift til kynningar íbúum og starfsfólki á næstu dögum.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi frá nýlegum samningi, um ráðgjöf KPMG um þjónustu í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á rekstrarformi ÖA.

Jafnframt greindi framkvæmdastjóri ÖA frá umfjöllun um rekstur ÖA í bæjarráði 26. janúar sl. Til þess fundar voru boðaðir fulltrúar frá DAS, þeir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu og Guðmundur Hallvarðsson, formaður stjórnar DAS.

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Lagt fram minnisblað/samantekt frá framkvæmdastjóra ÖA, Halldóri S. Guðmundssyni, um hagræðingarmöguleika í rekstri Öldrunarheimila Akureyrar á árinu 2017.
Afgreiðslu frestað þar til niðurstöður yfirstandandi úttektar á rekstri ÖA liggur fyrir.

Halldóri S. Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA falið að fylgja eftir hugmyndum um öflun tekna sem fram koma í minnisblaðinu.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1248. fundur - 01.03.2017

Magnús Kristjánsson hagfræðingur hjá KPMG sat fundinn undir þessum lið. Hann kynnti og greindi frá framgangi vinnu við úttekt og greiningu á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Einnig greindi Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, sem sat fundinn undir þessum lið, frá heimsóknum starfsmanna til annarra hjúkrunarheimila, til gagnaöflunar og samanburðar vegna reksturs heimilanna.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.