ÖA - samfélagslegt þróunarverkefni - úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2016

Málsnúmer 2016060153

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Lögð fram tilkynning dagsett 15. júní 2016 um úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna samfélagslegs þróunarverkefnis á grundvelli Buurtzorg módelsins. Verkefnið er m.a. að þróa og efla þjónustu við eldra fólk sem leitar eftir og metið er í þörf fyrir dagþjálfun og/eða skammtímadvöl á hjúkrunarheimili.

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson og hjúkrunarforstjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir, kynntu hugmyndir og fyrstu skref að undirbúningi verkefnisins. Upphæð styrkveitingar er kr. 3 milljónir.
Umfjöllun frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1236. fundur - 21.09.2016

Umræðu um málið var frestað á síðasta fundi.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynnti verkefnahugmyndina að baki styrks Framkvæmdasjóðs aldraðra.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson og Birna S. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri, sem sat fundinn undir þessum lið, kynntu framvindu við undirbúning að verkefninu.

Framkvæmdasjóður aldraðra veitti styrk til verkefnisins og er ráðgert að 4-7 einstaklingar taki þátt í tilraunaverkefninu nú á vordögum 2017.

Velferðarráð - 1255. fundur - 21.06.2017

Lögð fram drög að samantekt sem Birna S. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ÖA hefur unnið um þróunarverkefnið "samfélagshjúkrun". Um er að ræða fyrsta hluta skýrslu sem send er Framkvæmdasjóði aldraðra.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram til kynningar fyrri hluta samantektar til Framkvæmdasjóðs aldraðra um þróunarverkefnið um samfélagshjúkrun. Samantektin er unnin af Birnu S. Björnsdóttur hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra.

Framkvæmdastjóri ÖA hefur sent nýja umsókn til Framkvæmdasjóðs aldraðra, þar sem sótt er um styrk til að halda áfram með verkefnið þar sem unnið verði að innleiðingu á þjónustuúrræði sem byggi á aðferðum samfélagshjúkrunar og þeirri reynslu og lærdómi sem þróunarverkefnið hefur gefið.

Velferðarráð - 1262. fundur - 04.10.2017

Lögð fram samantekt um þróunarverkefnið "samfélagshjúkrun" - skýrsla II, en fyrri hluti var lagður fram á fundi 30. ágúst 2017.

Á fundinn mættu Birna Björnsdóttir verkefnastjóri, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu Öldrunarheimila Akureyrar og Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður Austurhlíðar og kynntu helstu niðurstöður og ályktanir sem af verkefninu má draga. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, hefur lagt inn umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs aldraðra til að halda áfram með þróun og innleiðingu verkefnisins.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.