Fyrirhuguð fækkun á hvíldarinnlagnarrýmum á Hlíð í sumar

Málsnúmer 2016050199

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1232. fundur - 01.06.2016

Lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 þar sem útskriftarteymi Sjúkrahússins á Akureyri lýsir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum fækkunum hvíldarrýma á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar í sumar. Bent er á að samtímis verði lokanir í Kristnesi og því skert þjónusta sem búast megi við að leiði til að erfiðara verði með útskriftir og álag aukist á heimahjúkrun og heimaþjónustu.

Bréfið er sent framkvæmdastjórn SAk og velferðarráðuneytinu auk velferðarráðs.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÖA, Halldórs Guðmundssonar dagsett 30. janúar 2017 um fækkun/lokanir hvíldarrýma í sex vikur sumarið 2017.

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Halldór S. Guðmundsson mætti á fundinn kl. 15.00.
Lögð fram drög að samantekt um reynslu af sumarlokunum á tímabundnum rýmum á árinu 2016.

Samantektin er unnin af Þórdísi Ingu Þorsteinsdóttur félagsráðgjafa sem mætt er á fundinn undir þessum lið.

Megin niðurstöður eru að góð reynsla varðandi mönnun og nýtingu mannafla, sé af sumarlokun að mati þeirra sem rætt var við. Lokunin hefur áhrif, en ekki afgerandi áhrif á notendur eða aðstandendur þeirra, en hefur meiri áhrif á samstarfsaðila s.s. SAk, HSN og heimaþjónustu bæjarins. Fram komu áhyggjur af hvort áhrif yrðu meiri eða önnur ef framhald verði á sumarlokunum.

Friðný B. Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu mætti á fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð hefur áhyggjur af hvort áhrif yrðu meiri eða önnur ef framhald verði á sumarlokunum.