Hæfingarstöðin Skógarlundi 1 - kaup eignarinnar af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 2017010535

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Lagt fram minnisblað Guðríðar Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og Guðrúnar Sigurðardótur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 26. janúar 2017 um möguleg kaup bæjarins á Skógarlundi 1 sem er í eigu ríkisins. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur með eignina að gera og hefur boðið bænum eignina til kaups.
Umræðu um málið frestað.

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Lagt fram minnisblað Guðríðar Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 26. janúar 2017 um möguleg kaup bæjarins á Skógarlundi 1, sem er í eigu ríkisins. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur með eignina að gera og hefur boðið bænum eignina til kaups.
Velferðarráð mælir með að eignin verði keypt og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Bæjarráð - 3547. fundur - 09.03.2017

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. febrúar 2017:

Lagt fram minnisblað Guðríðar Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 26. janúar 2017 um möguleg kaup bæjarins á Skógarlundi 1, sem er í eigu ríkisins. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur með eignina að gera og hefur boðið bænum eignina til kaups.

Velferðarráð mælir með að eignin verði keypt og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Dan J. Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 24. fundur - 15.12.2017

Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2017 til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir að kaupa eignina. Einnig samþykki Jöfnunarsjóðsins fyrir sölu eignarinnar til Akureyrarkaupstaðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á húsinu.

Bæjarráð - 3581. fundur - 28.12.2017

5. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 15. desember 2017:

Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2017 til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir að kaupa eignina. Einnig samþykki Jöfnunarsjóðsins fyrir sölu eignarinnar til Akureyrarkaupstaðar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á húsinu.
Bæjarráð staðfestir kaupin á húsinu og vísar til viðauka í tölulið 8.
Fylgiskjöl: