Samþykktir fastanefnda 2017

Málsnúmer 2017020082

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar sl. voru samþykktir samþykktar fyrir fastanefndir Akureyrarbæjar, þ.m.t. velferðarráð.

Í tengslum við endurskoðun í kjölfar skipulagsbreytinga er óskað eftir athugasemdum velferðarráðs við samþykktina.
Velferðarráð frestar afgreiðslu málsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 225. fundur - 16.02.2017

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar sl. voru samþykktar samþykktir fyrir fastanefndir Akureyrarbæjar, þ.m.t. stjórn Akureyrarstofu.

Í tengslum við endurskoðun í kjölfar skipulagsbreytinga er óskað eftir athugasemdum stjórnarinnar við samþykktina.
Afgreiðslu frestað.

Fræðsluráð - 4. fundur - 17.02.2017

Ný samþykkt fyrir hlutverk og ábyrgð fræðsluráðs eftir stjórnsýslubreytingar.
Fræðsluráð samþykkir framlagða samþykkt fyrir fræðsluráð og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að koma á framfæri smávægilegum orðalagsbreytingum á 10. og 15. grein samþykktarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 226. fundur - 09.03.2017

Áfram haldið vinnu við endurskoðun samþykktar fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.

Velferðarráð - 1249. fundur - 15.03.2017

Samþykkt fyrir velferðarráð aftur á dagskrá. Málinu var frestað á fundi ráðsins 15. febrúar sl.
Velferðarráð samþykkir breytingar fyrir sitt leyti og mun Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs fylgja málinu eftir.

Bæjarráð - 3562. fundur - 20.07.2017

Lagðar fram endurskoðaðar samþykktir fyrir velferðarráð, umhverfis- og mannvirkjaráð, stjórn Akureyrarstofu, skipulagsráð, fræðsluráð og frístundaráð.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.Bæjarráð samþykkir framlagðar samþykktir.