Breytt notkun á tveimur raðhúsaíbúðum

Málsnúmer 2016020246

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1225. fundur - 02.03.2016

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson kynnti minnisblað dags. 29. febrúar 2016 og tillögu sína um breytta nýtingu á tveimur raðhúsaíbúðum við ÖA. Jafnframt greindi hann frá samskiptum við fulltrúa Oddfellowreglunnar á Akureyri varðandi áhuga þeirra um að bæta aðstæður sjúklinga og aðstandenda þeirra. Eftir umræður og samráð við fleiri aðila liggur fyrir ósk frá Oddfellowreglunni um að leggja fram vinnu við endurbætur á tveimur raðhúsaíbúðum sem verði síðan nýttar sem sjúkraíbúðir.

Velferðarráð heimilar breytta nýtingu á tveimur raðhúsaíbúðum og felur framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar að vinna að samningum varðandi rekstrarfyrirkomulag sem tryggi að rekstur þeirra hafi ekki í för með sér rekstrarkostnað fyrir ÖA.

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór Guðmundsson greindi frá undirbúningi og kynnti drög að rammasamkomulagi um breytingar á íbúðunum og hugmyndir að rekstrarfyrirkomulagi.
Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar var falið að vinna áfram að samningagerðinni.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram undirritað samkomulag við Oddfellowregluna á Akureyri um breytingar og endurgerð á tveimur raðhúsaíbúðum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 284. fundur - 31.08.2016

Framkvæmdastjóri fór yfir breytta notkun á raðhúsaíbúðum í Hlíð.

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá framvindu við endurgerð tveggja raðhúsaíbúða sem sjúkraíbúðir. Áætlað er að íbúðirnar verði afhentar í lok apríl og jafnframt verði "opið hús" og íbúðirnar til sýnis.

Áætlanir gera ráð fyrir að rekstur sjúkraíbúðanna hefjist í byrjun maí nk.

Velferðarráð - 1252. fundur - 10.05.2017

Hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra ÖA, Helga Erlingsdóttir, greindi frá afhendingu á tveimur raðhúsaíbúðum sem Oddfellow reglan á Akureyri hefur unnið að viðamikilum endurbótum á. Samstarfssamningur var gerður 10. júlí 2016 og gerði ráð fyrir breytingum og endurbótum íbúðanna, með það að markmiði að þær verði nýttar sem einskonar sjúkrahótel eða þjónustuíbúðir fyrir aðstandendur heimilsmanna ÖA og skjólstæðinga/sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjóra ÖA veittu íbúðunum viðtöku í 100 ára afmælishátíð Oddfellow reglunnar á Akureyri sem haldin var 29. apríl sl.

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar Oddfellow reglunni á Akureyri fyrir gjöfina og það mikla framlag sem í henni felst, til styrktar heilbrigðis- og líknarþjónustu við sjúka og aldna sem sækja þjónustu til Sjúkrahússins á Akureyri og Öldrunarheimila Akureyrar.

Velferðarráð - 1253. fundur - 24.05.2017

Lagður fram til kynningar upplýsingabæklingur um sjúkraíbúðir við Hlíð, kynning á heimasíðu Sjúkratrygginga og heimasíðu ÖA. Jafnframt kynnt fyrirkomulag varðandi bókanir íbúðanna og rekstraráætlun, en áætlanir gera ráð fyrir að útleiga íbúðanna standi undir öllum kostnaði við rekstur þeirra.

Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti og sat fundinn undir þessum lið.