Fundir Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV)

Málsnúmer 2015040217

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1210. fundur - 03.06.2015

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti fundargerð frá aðalfundi SFV þann 17. apríl sl. og fundargerðir varðandi viðræður um þjónustusamninga.

Velferðarráð - 1227. fundur - 06.04.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar greindi frá samskiptum sínum og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) við Sjúkratryggingar Íslands vegna breytinga á reikni-/talningu greiddra daggjalda. Fyrir ÖA getur umrædd breyting þýtt tæplega 10 milljón kr. tekjuskerðingu.

Lagt fram bréf SFV til SÍ þar sem ítarlega er farið yfir og mótmælt breyttu vinnulagi við framkvæmd daggjaldaútreikninga.

Velferðarráð - 1230. fundur - 18.05.2016

Lögð fram til kynningar, Greinargerð um kostnaðarútreikning fyrir rekstur hjúkrunarheimilis - rekstrarárið 2016, sem unnin var af ráðgjafastofunni Nolta fyrir Grund og Hrafnistu, en hefur verið dreift til aðildarfélaga SFV.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar reifaði helstu niðurstöður og áherslur verkbeiðanda um gerð skýrslunnar.

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar greindi frá þátttöku sinni á félagsfundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) sem haldinn var 3. júní sl. Til fundarins var boðað til að ræða stöðu og framvindu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamning og daggjaldagreiðslur.

Áform eru um að ljúka viðræðum í lok júní og hafa fjármunir sem greiða á hjúkrunarheimilum verið tengdir við það að hægt verði að ljúka samningum. Félagsfundur SFV samþykkti að greiðslur færu fram hið fyrsta og án tillits til hvort samningur náist innan greindra tímamarka. Á fundi SFV var einnig fjallað um viðbrögð og samstöðu meðal rekstraraðila hjúkrunarheimila ef svo fari að samningar dragist enn frekar.
Velferðarráð þakkar kynninguna og tekur undir áherslur SFV um alvarleika þess ef samningaviðræður dragast enn frekar.

Velferðarráð - 1236. fundur - 21.09.2016

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.
Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.

Bæjarráð - 3524. fundur - 06.10.2016

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.

Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3525. fundur - 13.10.2016

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 6. október sl.

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.

Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að óska eftir skýringu á bókun 3 - Lífeyrisskuldbindingar á bls. 7 í samkomulaginu þar sem eftirfarandi kemur fram: "Náist ekki heildarsamkomulag um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga fyrir nánar tilgreind tímamörk skal samkomulagið hvað varðar hjúkrunarheimilin falla úr gildi og allar ráðstafanir sem þá hafa verið gerðar á grundvelli þess ganga til baka."

Velferðarráð - 1239. fundur - 02.11.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram til kynningar rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila. Halldór kynnti að boðað væri til vinnustofu með stjórnendum hjúkrunarheimila þann 7. nóvember nk. til að fjalla nánar um innihald rammasamningsins.

Eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilin sæki um aðild að samningnum eigi síðar en 15. nóvember nk.
Velferðarráð ítrekar fyrri bókun frá 21. september sl. þar sem fram kemur að samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, sé mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila og hvetur til þess að bæjarráð ljúki afgreiðslu málsins sem allra fyrst.

Bæjarráð - 3528. fundur - 03.11.2016

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 6. og 13. október sl.

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.

Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að óska eftir skýringu á bókun 3 - Lífeyrisskuldbindingar á bls. 7 í samkomulaginu þar sem eftirfarandi kemur fram: Náist ekki heildarsamkomulag um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga fyrir nánar tilgreind tímamörk skal samkomulagið hvað varðar hjúkrunarheimilin falla úr gildi og allar ráðstafanir sem þá hafa verið gerðar á grundvelli þess ganga til baka.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur að með þessu samkomulagi sé stigið spor í rétta átt og staðfestir aðild að samkomulaginu. Akureyrarbær áréttar að þrátt fyrir aðild að samkomulagi þessu þá áskilji Akureyrarbær sér fullan rétt til að sækja áfram þá fjármuni sem bærinn hefur þurft að leggja með rekstri ÖA síðustu ár.

Þá bendir bæjarráð á að þrátt fyrir þá hækkun sem með þessu samkomulagi fylgir, þá dugir hún engan veginn fyrir rekstrarkostnaði ÖA og því þarf bærinn að leggja til verulega fjármuni með rekstrinum áfram. Það er með öllu óásættanleg staða og því krefst bæjarráð þess að áfram verði unnið að því að hækka daggjöld ríkisins og húsnæðisgjöld þannig að þau dugi fyrir daglegum og eðlilegum rekstri ÖA. Liður í því að ná samkomulagi sem getur verið grunnur að réttlátum greiðslum vegna öldrunarþjónustunnar er að í fyrirliggjandi drögum að kröfulýsing sé skilgreining á því hvað telst eðlileg mönnun, en launakostnaður er langstærsti útgjaldaliðurinn í rekstri ÖA. Húsnæðisgjöld eldri heimila þarf að reikna til jafns við þau nýrri þannig að eðlilegt viðhald og endurnýjun geti átt sér stað.

Velferðarráð - 1251. fundur - 19.04.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu frá 3. apríl sl. ásamt ársskýrslu 2016.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA fór stuttlega yfir efni fundargerðarinnar og ársskýrslunnar.

Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1277. fundur - 02.05.2018

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu var haldinn 16. apríl sl. og sótti Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar fundinn.

Lögð fram til kynningar ársskýrsla samtakanna fyrir starfsárið 2017-2018.

Velferðarráð - 1293. fundur - 30.01.2019

Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands rann út um síðustu áramót og því er ekki í gildi samningur þar sem viðræður eru enn yfirstandandi.

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór S. Guðmundsson greindi frá framvindu og stöðu mála varðandi gjaldskrá samningsins og viðræðum aðila um endurnýjun samningsins.

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

Velferðarráð - 1300. fundur - 08.05.2019

Lögð fram til kynningar ársskýrsla, fundargerð og ályktun frá aðalfundi SFV-samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem haldinn var 1. apríl 2019.

Halldór Sigurður Guðmundsson forstöðumaður ÖA sat fundinn undir þessum lið og kynnti einnig stöðu í viðræðum um endurnýjun rammasamnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Velferðarráð - 1302. fundur - 05.06.2019

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, reifaði stöðu samningaviðræðna milli SFV og Sjúkratrygginga Íslands um rammasamning. Jafnframt kynnti hann stöðu viðræðna milli ÖA og Sjúkratrygginga Íslands um sérsamning vegna þróunarverkefnis um dagþjálfun sem heilbrigðisráðuneytið fól SÍ að gera við ÖA.

Velferðarráð - 1308. fundur - 02.10.2019

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 23. september 2019 frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu varðandi frumvarp til fjárlaga og helstu þætti þess er varða rekstur hjúkrunarheimila.

Velferðarráð - 1328. fundur - 04.11.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. október 2020 ásamt viðhengjum frá SFV (Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu) sem varðar umsagnir um frumvarp til fjárlaga og fjármálaáætlun.