Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 6. og 13. október sl.
2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:
Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.
Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.
Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að óska eftir skýringu á bókun 3 - Lífeyrisskuldbindingar á bls. 7 í samkomulaginu þar sem eftirfarandi kemur fram: Náist ekki heildarsamkomulag um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga fyrir nánar tilgreind tímamörk skal samkomulagið hvað varðar hjúkrunarheimilin falla úr gildi og allar ráðstafanir sem þá hafa verið gerðar á grundvelli þess ganga til baka.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.